Rufu fjölmiðlabannið

Verkfall sjómanna hefur staðið vikum saman. Deilan er í algjörum …
Verkfall sjómanna hefur staðið vikum saman. Deilan er í algjörum hnút og fór ríkissáttasemjari fram á að deiluaðilar tjáðu sig ekki efnislega um málið í fjölmiðlum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þar sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa rofið fjöl­miðlabann sem sett var á að beiðni rík­is­sátta­semj­ara tel­ur formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness mik­il­vægt að sjó­menn fái upp­lýs­ing­ar um bók­un sem lögð var fram á sátta­fundi deiluaðila í gær. Fund­ur­inn var ár­ang­urs­laus. SFS sendu fé­lags­mönn­um sín­um frétta­bréf eft­ir fund­inn þar sem fram kom að sjó­manna­sam­tök­in hefðu komið með nýja „kröfu“ inn í deil­una. 

Upp­lýs­ir formaður­inn Vil­hjálm­ur Birg­is­son í pistli á vef verka­lýðsfé­lags­ins í hverju bók­un­in, sem SFS kalla kröfu, felst. 

Í pistl­in­um seg­ir að bók­un­in hafi snú­ist um að samn­ingsaðilar yrðu sam­mála um að leitað yrði skýr­inga á því hvers vegna er­lend upp­sjáv­ar­skip sem landa mak­ríl, síld og loðnu, t.d. í Nor­egi, virðast ætíð fá hærra fisk­verð en greitt er til ís­lenskra sjó­manna.

Bók­un­in laut líka, að því er fram kem­ur í pistli for­manns­ins, að því að samn­ingsaðilar væru sam­mála um mik­il­vægi þess að skipa fjög­urra manna óháða nefnd sem hef­ur það hlut­verk að rann­saka í hverju mis­mun­ur­inn á verði á mak­ríl, síld og loðnu hér og í Nor­egi ligg­ur.

Þá laut hún líka að því að samn­ingsaðilar væru sam­mála um að eyða þurfi þeirri tor­tryggni og van­trausti sem ríkt hef­ur um verðmynd­un á upp­sjáv­ar­afla og væri þessi fjög­urra manna óháða nefnd einn liður í þeirri vinnu.

„Þetta er nú þessi svaka­lega „krafa“ sem sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi skilja bara ekk­ert í og segja í frétta­bréfi til sinna fé­lags­manna að þessi bók­un sjó­manna­sam­tak­anna sýni í verki al­gert vilja­leysi til að ná far­sælli lend­ingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi,“ seg­ir í pistl­in­um. 

Ofsa­feng­in viðbrögð

Svo seg­ir: „Þessi bók­un um að skipa fjög­urra manna óháða rann­sókn­ar­nefnd er liður í að eyða því van­trausti og tor­tryggni sem ríkt hef­ur um ára­tuga­skeið um verðmynd­un á upp­sjáv­ar­afla til ís­lenskra sjó­manna. Hvernig í ósköp­un­um stend­ur á þess­um ofsa­fengnu viðbrögðum frá Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi í ljósi þess að út­gerðar­menn segja að verðmynd­un á upp­sjáv­ar­afla sé í alla staði eðli­leg og þeir hafi ekk­ert að fela?

Ef svo er þá ætti að vera afar auðvelt fyr­ir út­gerðar­menn að samþykkja þessa bók­un sem er ein­ung­is liður í að eyða van­trausti og tor­tryggni við verðmynd­un á upp­sjáv­ar­afla.  Við í sjó­manna­for­yst­unni spyrj­um okk­ur að sjálf­sögðu að því hví í ósköp­un­um eru út­gerðar­menn á móti þess­ari bók­un í ljósi þess að út­gerðin seg­ir að ekk­ert sé við verðlagn­ingu á upp­sjáv­ar­afla að at­huga?  Er kannski eitt­hvað við verðlagn­ingu á upp­sjáv­ar­afla að at­huga sem ekki get­ur litið dags­ins ljós? Að sjálf­sögðu velta sjó­menn því fyr­ir sér í ljósi þess­ara viðbragða.

Formaður VLFA vil koma því skýrt á fram­færi að það stóð aldrei til að hunsa fyr­ir­mæli um fjöl­miðlabann frá rík­is­sátta­semj­ara en í ljósi þess að SFS gerði það þá varð að upp­lýsa sjó­menn um hverju þessi svo­kallaða „krafa“ laut að.

Bara þannig að því sé til haga haldið þá eru sjó­menn svo sann­ar­lega til­bún­ir til að ganga frá nýj­um kjara­samn­ingi enda telja sjó­menn að þær kröf­ur sem liggja nú fyr­ir út­gerðamönn­um séu sann­gjarn­ar, rétt­lát­ar og hóf­leg­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina