Hafna ásökunum sjómanna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, hafn­ar ásök­un­um sjó­manna um að sam­tök­in hafi brotið fjöl­miðlabann rík­is­sátta­semj­ara með því að upp­lýsa um bók­un sem full­trú­ar sjó­manna lögðu fram á samn­inga­fundi.

Frétt mbl.is: „Hálm­strá til að setja viðræður í hnút“

„Við höfn­um þessu,“ seg­ir Heiðrún Lind spurð út í til­kynn­ingu sem Sjó­manna­sam­bandið sendi frá sér fyrr í dag en til­efni henn­ar var frétta­bréf sem SFS sendi til fé­lags­manna sinna. „Þessu er al­farið hafnað,“ sagði Heiðrún Lind um til­kynn­ing­una.

Heiðrún kaus að tjá sig ekki frek­ar um stöðuna eða gang viðræðna og vísaði til fjöl­miðlabanns­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina