„Hálmstrá til að setja viðræður í hnút“

mbl.is/Helgi Bjarnason

Sjó­manna­sam­band Íslands seg­ir tals­menn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa brotið fjöl­miðlabann rík­is­sátta­semj­ara með því að upp­lýsa um bók­un sem full­trú­ar sjó­manna lögðu fram á samn­inga­fundi.

Þá seg­ir Sjó­manna­sam­bandið SFS hafa gripið bók­un­ina feg­ins hendi „sem hálm­strá til að setja samn­ingaviðræður í hnút og kenna full­trú­um sjó­manna um að ósekju.“

Frétta­til­kynn­ing Sjó­manna­sam­bands­ins:

„Þegar viðræðum sjó­manna og út­vegs­manna var slitið sl. föstu­dag setti Rík­is­sátta­semj­ari fjöl­miðlabann á samn­inga­nefnd­ar­menn. Ekki má ræða efn­is­atriði kjaraviðræðna né það sem skeður á fund­um und­ir stjórn Rík­is­sátta­semj­ara.

Sátta­emj­ari hafði varla lokið máli sínu þegar SFS grein­ir frá bók­un sem full­trú­ar sjó­manna settu fram. SFS ger­ir því skóna að bók­un­in sé í raun ný krafa frá sjó­mönn­um. Og að sjó­menn vilji ekki semja.

Með bók­un­inni eru full­trú­ar sjó­manna að leita eft­ir stuðningi SFS við að leita skýr­inga á mis­mun á verði á upp­sjáv­ar­fiski í Nor­egi og á Íslandi sem hef­ur verið tals­verður og óút­skýrður.

Þessi mun­ur hef­ur orðið til þess að mik­il tor­tryggni hef­ur skap­ast milli aðila. Bók­un­in er til­raun til að ná sátt við út­gerðina um verðmynd­un á upp­sjáv­ar­fiski á Íslandi. Að halda því fram að þessi umræða hafi ekki komið fram áður í sam­tali sjó­manna og út­vegs­manna er út­úr­snún­ing­ur. Síðasti samn­ing­ur sem var felld­ur inni­b­ar nálg­un á þessi mál í bók­un um upp­lýs­inga­skyldu út­gerða um hvernig verð mynd­ast til sjó­manna.

Með bók­un­inni er ein­ung­is verið að skerpa á þess­um þátt­um og að sjó­menn og út­vegs­menn vinni sam­an að því að skýra þenn­an mun og af hverju hann er til­kom­inn. Vel má vera að þær skýr­ing­ar séu ásætt­an­leg­ar en fyrst þarf að fá þær skýr­ing­ar.

Ekki er annað að sjá en að SFS hafi gripið þessa til­lögu full­trúa sjó­manna feg­ins hendi sem hálm­strá til að setja samn­ingaviðræður í hnút og kenna full­trú­um sjó­manna um að ósekju.“

mbl.is