Ekki taldar líkur á fundum á næstunni

Fiskiskipaflotinn liggur bundinn við bryggju og hefur gert síðan verkfall …
Fiskiskipaflotinn liggur bundinn við bryggju og hefur gert síðan verkfall sjómanna skall á í kjölfar þess að þeir höfnuðu samningi. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er út­lit fyr­ir að samn­inga­nefnd­ir sjó­manna og út­gerðarmanna setj­ist að samn­inga­borðinu á næst­unni. Þetta seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður samn­inga­nefnd­ar sjó­manna.

„Það hef­ur ekki verið rætt að menn hitt­ist og tali sam­an á ný,“ seg­ir hann. Það er ör­ugg­lega eitt­hvað fundað ein­hvers staðar. Við erum vel meðvitaðir um hvernig staðan er. Það er allt fast ennþá og hvor­ug­ur aðil­inn til­bú­inn að gefa sig. Meðan svo er, er ekki til­gang­ur að ræðast við.“ Hann seg­ir þó að eitt­hvað sé um að menn séu að hringja sig sam­an. „Það er alltaf eitt­hvað svo­leiðis í gangi en ekk­ert á því byggj­andi í bili að minnsta kosti. En eins og staðan er í dag á ég ekki von á að menn hitt­ist neitt fyrr en sátta­semj­ari boðar næst til fund­ar.“ Eins og kunn­ugt er ber rík­is­sátta­semj­ara að boða aðila deil­unn­ar til sátta­fund­ar inn­an tveggja vikna frá því síðast var fundað, en það var á föstu­dag­inn var.

Um hvað snýst deil­an?

Eft­ir að síðasti samn­ing­ur milli sjó­manna og út­gerðar var felld­ur juku sjó­menn við kröf­ur sín­ar í 5 liðum. Eft­ir þá fundi settu full­trú­ar sjó­manna sem eru í verk­falli, sam­eig­in­lega fram 5 viðbót­ar­kröf­ur við þann samn­ing sem sjó­menn felldu í des­em­ber. Þess­ar fimm kröf­ur eru í fyrsta lagi að út­gerðir bæti sjó­mönn­um upp það sem nem­ur þeirri skatta­hækk­un sem þeir urðu fyr­ir þegar stjórn­völd felldu niður sjó­manna­afslátt­inn árið 2009. Í öðru lagi að viðmiði vegna olíu­verðs verði breytt til hags­bóta fyr­ir sjó­menn. Í þriðja lagi að boðið verði frítt fæði um borð. Í fjórða lagi að sjó­mönn­um verði séð fyr­ir vinnufatnaði þeim að kostnaðarlausu. Loks í fimmta lagi að út­gerðin taki á sig fjar­skipta­kostnað vegna sam­skipta sjó­manna í land.

Það var svo á samn­inga­fundi á föstu­dag­inn síðastliðinn sem sjó­menn lögðu fram til­lögu að bók­un um að aðilar hefðu með sér sam­starf um að leita skýr­inga á mis­mun á verði á upp­sjáv­ar­fiski í Nor­egi og á Íslandi sem hef­ur verið tals­verður og óút­skýrður.

Fram­lagn­ing þess­ar­ar til­lögu olli því að fund­in­um lauk með hvelli.

Ekki í sér­tæk­ar aðgerðir

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sagði í há­deg­is­frétt­um Rík­is­út­varps­ins í gær að ekki kæmi til álita að grípa inn í deil­una. Og ekki kæmi til greina að fara í sér­tæk­ar aðgerðir, svo sem eins og að smá­bát­ar fengju heim­ild til að halda til veiða fleiri daga en nú væri, meðan á verk­falli stæði. Hins veg­ar væri haf­in vinna í ráðuneyt­inu að leggja mat á áhrif verk­falls­ins og þá hags­muni sem í upp­námi væru vegna þess.

Þá sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra í Silfr­inu í Rík­is­sjón­varp­inu í gær að það væri skýr lína af hans hálfu að upp­taka sjó­manna­afslátt­ar á ný væri ekki til umræðu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vinnu­mála­stofn­un bætt­ist á ní­unda tug fisk­vinnslu­fólks á at­vinnu­leys­is­skrá á tíma­bil­inu frá 19. janú­ar til síðustu mánaðamóta. Heild­artala fisk­vinnslu­fólks á at­vinnu­leys­is­skrá er nær 1.600 manns.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina