Fundur í sjómannadeilunni á morgun

Guðmundur Ragnarsson formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson formaður VM.

Fundað verður í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á morgun. Þetta er haft eftir Guðmundi Þ. Ragnarssyni, formanni VM, á heimasíðu Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Á fundinum verður rætt um mál milli vélstjóra og útgerðarinnar. Guðmundur er sagður fagna því að deiluaðilar hyggist funda og reyna að þoka málum áfram.

„Nú verði aðilar að komast af stað með að leysa deiluna.“

mbl.is