Fundur í sjómannadeilunni á morgun

Guðmundur Ragnarsson formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson formaður VM.

Fundað verður í kjara­deilu sjó­manna og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi á morg­un. Þetta er haft eft­ir Guðmundi Þ. Ragn­ars­syni, for­manni VM, á heimasíðu Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna.

Á fund­in­um verður rætt um mál milli vél­stjóra og út­gerðar­inn­ar. Guðmund­ur er sagður fagna því að deiluaðilar hygg­ist funda og reyna að þoka mál­um áfram.

„Nú verði aðilar að kom­ast af stað með að leysa deil­una.“

mbl.is