„Þetta er galið“

Guðmundur Kristjánsson segist aldrei hafa skilið af hverju sjómenn eigi …
Guðmundur Kristjánsson segist aldrei hafa skilið af hverju sjómenn eigi ekki sama rétt og aðrir landsmenn þegar þeir vinna fjarri sínu heimili. mbl.is/Styrmir Kári

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims hf., seg­ir það munu taka ár eða ára­tugi að laga skaðann sem þegar hafi orðið vegna verk­falls sjó­manna og að ís­lenska fiski­skipa­flot­an­um muni ekki tak­ast að veiða þann kvóta sem út­hlutað hef­ur verið á þessu fisk­veiðiári.

„Þetta er galið. Þarna erum við að horfa á full­orðið fólk ríf­ast. Ekki í ein­hverja daga eða jafn­vel viku, held­ur í tvo heila mánuði. Mér finnst það ekki eðli­legt,“ sagði Guðmund­ur í sam­tali við Morg­un­vakt­ina á Rás 1.

„Ísland er eina landið þar sem sjó­menn fá eng­an sjó­manna­afslátt“

Innt­ur eft­ir því hvort hon­um þætti tími til kom­inn að ríkið kæmi að mál­um játti Guðmund­ur því.

„Ég hef ekki verið sátt­ur þegar ég sé að ráðherr­ar eru að koma fram og lýsa því yfir að stjórn­völd ætli ekki að grípa inn í, af því að það er al­ger óþarfi að lýsa því yfir að menn ætli ekk­ert að aðhaf­ast,“ sagði hann.

Guðmund­ur seg­ist aldrei hafa skilið af hverju sjó­menn eigi ekki sama rétt og aðrir lands­menn þegar þeir vinna fjarri sínu heim­ili.

„Sjó­menn eru að fara að heim­an og all­ir aðrir fá dag­pen­inga þegar þeir vinna fjarri heim­il­um sín­um. Það er búin að vera krafa hjá okk­ur að sjó­menn fái dag­pen­inga eins og all­ir aðrir launþegar. Sjó­menn á Norður­lönd­un­um og meira að segja í Kan­ada og Banda­ríkj­un­um fá sjó­manna­afslátt og það finnst öll­um eðli­legt. Ísland er eina landið þar sem sjó­menn fá eng­an sjó­manna­afslátt,“ sagði Guðmund­ur.

Dag­pen­ing­ar til sjó­manna myndu liðka fyr­ir lausn­um

Hann seg­ir eðli­leg­ast að sjó­menn fengju dag­pen­inga og kæm­ust þar með á par við alla aðra launþega á Íslandi. „Ég skil ekki af hverju sjó­menn eiga ekki sama rétt og all­ir aðrir lands­menn,“ bætti Guðmund­ur við.

Hann seg­ir að slík aðgerð yrði til þess fall­inn að leysa deil­una, enda sé búið að semja um allt annað.

Um sjáv­ar­út­veg­inn al­mennt seg­ir hann fólk er­lend­is dá­sama ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg en þegar heim er komið sé stund­um eins og menn skammist sín fyr­ir hann.

Ástæðuna tel­ur hann vera þá að fyr­ir­svars­menn ís­lensks sjáv­ar­út­vegs hafi hrein­lega ekki náð nægi­lega góðu tal­sam­bandi við sam­fé­lagið.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

mbl.is