Fá mjólkina úr tuskudýri

00:00
00:00

Dýra­hirðar á Indlandi nota tusku­dýr til að hjálpa þrem­ur, móður­laus­um tígr­is­dýra­hvolp­um að ná átt­um. Móðir þeirra drapst skömmu eft­ir að þeir fædd­ust. 

Hvolp­arn­ir eru hrifn­ir af tusku­dýr­inu og sjúga mjólk úr pel­um sem komið hef­ur verið fyr­ir inni í því. 

Hvolp­arn­ir eru á vernd­ar­svæði fyr­ir tígr­is­dýr í Mad­hya Pra­desh-ríki á Indlandi. 

„Við reynd­um að gefa þeim geitamjólk úr pel­um en þeir vildu ekki eiga í sam­skipt­um við mann­fólk. Þeir bara neituðu að taka við pel­un­um frá starfs­fólk­inu okk­ar,“ seg­ir Mridul Pat­hak sem starfar á vernd­ar­svæðinu. „Núna hafa þeir drukkið mjólk úr tusku­dýr­inu í sex daga. Orka þeirra hef­ur verið að aukast allt frá fyrsta sopa.“

Dýra­hirðarn­ir hafa einnig búið til sér­stakt bæli fyr­ir litlu fjöl­skyld­una inn­an girðing­ar vernd­ar­svæðis­ins. 

Tígr­is­dýr eru í út­rým­ing­ar­hættu. Á síðasta ári er talið að meira en 98 stór katt­ar­dýr hafi verið drep­in af veiðiþjóf­um á Indlandi.

mbl.is