Sjávarþorp farin að líða

Einmana hvítmávur á bryggjunni á Rifi á Snæfellsnesi.
Einmana hvítmávur á bryggjunni á Rifi á Snæfellsnesi. mbl.is/Ómar

Bæj­ar­stjór­ar í sjáv­ar­byggðum úti á landi eru marg­ir orðnir ugg­andi vegna verk­falls sjó­manna og hafa mikl­ar áhyggj­ur af því hvaða áhrif verk­fallið er farið að hafa á af­komu sjó­manna, fisk­verka­fólks, þjón­ustu­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og tekj­ur bæj­ar- og sveit­ar­fé­laga, vegna minnk­andi út­svars. Sjó­manna­verk­fallið hef­ur nú staðið í átta vik­ur.

Sturla Böðvars­son, bæj­ar­stjóri í Stykk­is­hólmi, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að veru­legra áhrifa af verk­falli sjó­manna gætti í Stykk­is­hólmi. „Það blas­ir al­gjör­lega við, all­ir sem tengj­ast sjáv­ar­út­veg­in­um hafa þegar orðið fyr­ir mikl­um, nei­kvæðum áhrif­um vegna þessa verk­falls. Það eru vit­an­lega sjó­menn­irn­ir, starfs­fólkið í fisk­vinnsl­unni og þjón­ustu­fyr­ir­tæk­in stór og smá, auk þess sem bær­inn finn­ur fyr­ir tekjum­issi,“ sagði Sturla.

Sturla seg­ir að menn bíði í óþreyju eft­ir að þessi lang­vinna kjara­deila út­gerðarmanna og sjó­manna leys­ist og von­andi tak­ist að finna far­sæla lausn á kjara­deil­unni hið fyrsta. „Sjáv­ar­byggðirn­ar geta ekki staðið und­ir því að það sé ekki veidd­ur og unn­inn fisk­ur,“ sagði Sturla.

Með harka­leg­um hætti

Þor­steinn Steins­son, bæj­ar­stjóri í Grund­arf­irði, seg­ir að nei­kvæðra áhrifa af sjó­manna­verk­fall­inu hafi gætt í bæj­ar­fé­lag­inu um hríð. „Aðal­at­vinnu­veg­ur okk­ar bæj­ar­fé­lags er fisk­veiðar og fisk­vinnsla, þannig að við finn­um vit­an­lega veru­lega fyr­ir verk­fall­inu. Skip­in eru öll í höfn og fisk­vinnsl­an ligg­ur niðri. Það eru all­ar þjón­ustu­grein­ar við sjáv­ar­út­veg­inn og fisk­vinnsl­una sem finna fyr­ir þessu með harka­leg­um hætti, bæði vélsmiðjur, flutn­inga­fyr­ir­tæki og aðrir. Áhrif­in eru orðin tals­vert mik­il, þegar verk­fallið er farið að drag­ast svona á lang­inn,“ sagði Þor­steinn í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær. Þor­steinn kvaðst von­ast til þess að deiluaðilar fyndu lausn á deilu sinni hið allra snar­asta.

Ásta Björg Pálma­dótt­ir er bæj­ar­stjóri á Sauðár­króki. Hún seg­ir að nei­kvæðra áhrifa af sjó­manna­verk­fall­inu sé ekki farið að gæta áþreif­an­lega í bæj­ar­fé­lag­inu og upp­sagna í tengd­um grein­um og þjón­ustu­grein­um við sjáv­ar­út­veg­inn sé sem bet­ur fer ekki enn farið að gæta. „Klár­lega verða út­svar­s­tekj­ur bæj­ar­fé­lags­ins fyr­ir janú­ar­mánuð minni en við höfðum vænst. Við búum svo vel hérna á Sauðár­króki að fyr­ir­tækið FISK Sea­food sagði ekki upp land­verka­fólki sínu. Þannig er allt land­verka­fólkið á kaup­trygg­ingu, en ekki á bón­us. Það verður líka til þess að út­svar­s­tekj­ur bæj­ar­fé­lags­ins munu lækka til viðbót­ar við það sem þær munu lækka vegna þess að sjó­menn­irn­ir eru án tekna,“ sagði Ásta Björg í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Krist­inn Jónas­son, bæj­ar­stjóri Snæ­fells­bæj­ar, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að það lægi ljóst fyr­ir að sjó­menn og fisk­vinnslu­fólk hefðu misst tölu­vert af laun­um sín­um.

Áhyggj­ur af litl­um fyr­ir­tækj­um

„Ég hef einnig mikl­ar áhyggj­ur af því, að lít­il fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar sem hafa verið að þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn eru ekk­ert í góðri stöðu, vegna þess að þegar flot­inn er stopp og fisk­vinnsl­an nán­ast stopp, þá hafa þess­ir aðilar litl­ar sem eng­ar tekj­ur og það er ekk­ert víst að þeir lifi þetta af,“ sagði Krist­inn. Þetta eigi við um flutn­ingsaðila, verk­stæði, versl­an­ir og hvað eina, það gæti alls staðar sam­drátt­ar.

Krist­inn seg­ir að áhrifa verk­falls­ins muni tíma­bundið gæta í fjár­hag sveit­ar­fé­lags­ins og hafn­ar­inn­ar, en það muni eitt­hvað jafn­ast út, þótt það bæt­ist aldrei að fullu. Verk­fallið sé á þeim tíma sem sé besti tím­inn hjá báta­flot­an­um í Snæ­fells­bæ að selja afurðir sín­ar, þ.e. des­em­ber og janú­ar. „Þó að menn veiði þenn­an afla síðar, þá fá þeir ekk­ert sama verð fyr­ir hann,“ sagði Krist­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: