„Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum“

Verkfall sjómanna hefur staðið í hartnær tvo mánuði og enn …
Verkfall sjómanna hefur staðið í hartnær tvo mánuði og enn sér hvergi til lands í deilunni. mbl.is/Þröstur Njálsson

Viðskipta­lög­fræðing­ur og sjó­maður seg­ir pott­inn víða brot­inn í bar­áttu sjó­manna fyr­ir kjara­leiðrétt­ingu. Kjara­mál þeirra hafi verið í ólestri um langa hríð og það sé stjórn­valda að grípa inn í og leiðrétta það sem leiðrétta þarf.

Verk­fall sjó­manna hef­ur þegar þetta er skrifað staðið yfir í tæpa tvo mánuði. Þann tíma sem fiski­skipa­flot­inn hef­ur legið bund­inn við bryggju hafa af­leiðing­ar verk­falls­ins farið stig­vax­andi; ekki aðeins fyr­ir sjó­menn og út­gerðir held­ur fiskút­flytj­end­ur, flutn­inga­fyr­ir­tæki, umbúðavinnsl­ur, fisk­vinnslu­fólk, sveit­ar­fé­lög – í raun sam­fé­lagið allt. Litl­ar sem eng­ar veiðar hafa keðju­verk­andi áhrif í út í sam­fé­lagið og staðan er fyr­ir nokkru far­in að valda út­breidd­um ein­kenn­um, sam­fé­lags­leg­um jafnt sem fjár­hags­leg­um.

Sjö sinn­um sett lög á sjó­menn

Það virðist seg­in saga að ef ekki um semst inn­an hæfi­legs tíma grípa stjórn­völd inn í og setja lög á verk­fall sjó­manna. Sjö sinn­um hafa sjó­menn þurft að sæta því að vera skikkaðir aft­ur til vinnu á grund­velli laga­setn­ing­ar stjórn­valda, með þeim rök­stuðningi yf­ir­valds­ins að slík­ar aðgerðir sjó­manna ógni efna­hags­leg­um stöðug­leika í land­inu. Því eru sett lög og sjó­menn halda aft­ur á hafið til að moka sjáv­ar­fangi í sísvangt þjóðarbúið.

Yf­ir­stand­andi verk­fall sjó­manna er nú þegar orðið lengsta verk­fall vinn­andi stétt­ar á þess­ari öld og ljóst að kröf­ur um lausn deil­unn­ar við fyrsta mögu­lega tæki­færi verða há­vær­ari með hverj­um deg­in­um sem líður.

Tekj­ur sjó­manna koma úr hluta­skipt­um. Í því felst að til­teknu hlut­falli afla­verðmæt­is hverr­ar veiðiferðar er skipt milli sjó­manna, og er því um að ræða nokk­urs kon­ar ár­ang­ur­s­tengd­ar greiðslur. Styrk­ing krón­unn­ar á und­an­gengnu ári hef­ur valdið því að tekj­ur sjó­manna, sem og út­gerða, hafa dreg­ist sam­an. Það skýrist af mikl­um hluta af því að afl­inn er jú seld­ur á er­lenda markaði og ef krón­an er sterk þá fást færri krón­ur fyr­ir hverja Evru sem fisk­ur er seld­ur fyr­ir. Nú, eða jen eða doll­ara.

Í yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum hef­ur því ekki ein­ung­is verið haldið á lofti að sjó­menn séu með of­ur­laun held­ur einnig því að þeirra bar­átta fyr­ir kjara­leiðrétt­ingu helg­ist af því að þeir vilji ekki una því að laun þeirra hafi lækkað á síðasta ári og verði hrein­lega að gera sér grein fyr­ir því að tekj­ur úr sjáv­ar­út­vegi eru ekki fasti held­ur grein sem háð er ým­iss kon­ar ut­anaðkom­andi breyt­um.

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir sem er viðskipta­lög­fræðing­ur, sjó­maður, sjó­manns­dótt­ir og sjó­manns­kona, seg­ir slík­ar full­yrðing­ar fjarri öll­um sanni.

Heiðveig María Einarsdóttir gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir andvaraleysi í garð …
Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir gagn­rýn­ir stjórn­völd harðlega fyr­ir and­vara­leysi í garð sjó­manna. Mynd­in er aðsend.

Leiðrétt­ing en ekki kröf­ur

„Það mátti al­veg sjá þetta verk­fall fyr­ir. Sjó­menn hafa verið samn­ings­laus­ir í sex ár og nú nota þeir sitt eina vopn til að ná fram leiðrétt­ingu á kjör­um sín­um. Þetta eru nefni­lega ekki kröf­ur um meira, held­ur ósköp ein­fald­lega kröf­ur um að kjör þeirra verði leiðrétt í átt að sann­girn­is­sjón­ar­miðum,“ seg­ir Heiðveig.

Hún seg­ir ábyrgðina liggja að mestu leyti hjá rík­inu. Ríkið hafi látið mál­efni sjó­manna að þessu leyti af­skipta­laust og ekki sinnt því eft­ir­lits- og aðhalds­hlut­verki sem því ber á grund­velli vinnu­rétt­ar­sjón­ar­miða, sér­stak­lega í ljósi þess að kjör sjó­manna eru bund­in með axla­bönd­um og belti í lög sett af Alþingi.

Þau atriði sem ekki hef­ur verið samið um milli sjó­manna og út­gerða nú, og valda því hrein­lega að verk­fallið stend­ur enn, eru olíu­frá­drátt­ur­inn og bæt­ur vegna af­náms sjó­manna­afslátt­ar­ins. Í lög­um frá ár­inu 1986 kem­ur fram að til­tekið hlut­fall afla­verðmæt­is hvers túrs skuli renna óskipt til út­gerðar áður en því er skipt milli sjó­manna og út­gerðar, og má rekja upp­haf þess til mjög hás olíu­verðs og slæmr­ar stöðu út­gerðar á þeim tíma.

Margt bjagað við olíu­frá­dragið

„Þessi krafa sjó­manna er ekk­ert ný af nál­inni. Sjó­menn hafa verið að berj­ast fyr­ir því að fá leiðrétt­ingu á þess­um frá­drætti í mörg ár. Það sést af menn skoða kjara­samn­ing­ana þeirra síðastliðin ár. Þetta eru 30%, nærri einn þriðji af afla­verðmæti hvers túrs, sem fer óskipt til út­gerðar­inn­ar. Krafa sjó­manna núna er samt bara sú að þessi pró­senta verði lækkuð um einn tí­unda. Hvernig sem á það er litið verður það að telj­ast mjög svo hóf­legt,“ seg­ir Heiðveig.

„Við verðum að átta okk­ur á því að þessi lög eru barn síns tíma og orðin al­ger­lega úr­elt. Raun­kostnaður út­gerðar­inn­ar fyr­ir ol­í­una er, sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um Hag­stofu Íslands, ekki nema 11,7% að meðaltali und­an­far­in ár. Samt fær út­gerðin 30% til sín óskipt á þeim grund­velli ein­um að þrjá­tíu ára skipta­lög kveði á um það.“

„Að mín­um dómi ætti ein­fald­lega að gera ol­íu­kostnað út­gerðar upp á grund­velli fram­lagðra reikn­inga um raun­veru­leg­an kostnað ol­í­unn­ar. Þess utan er varla að sjá að lög­in sam­ræm­ist 2. mgr. 75. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, sbr. breyt­ing­ar­lög frá 1995, þar sem kveðið er á um rétt manna til að semja um starfs­kjör sín og önn­ur rétt­indi. Samn­ings­rétt­ur og samn­ings­frelsi stétt­ar­fé­laga njóta vernd­ar sam­kvæmt ákvæðinu. Að mínu viti má liggja ljóst fyr­ir að ákvæði laga nr. 24/​1986 um olíu­viðmiðið skerða þessi stjórn­ar­skrár­vörðu rétt­indi því þarna er búið að taka rétt manna til að semja um þetta af þeim. Útgerðirn­ar skýla sér svo bak við þetta úr­elta laga­ákvæði og kvarta yfir því hvað þetta muni kosta þær mikið. Þetta eru ekki þeirra pen­ing­ar. Þetta eru fjár­mun­ir sem sam­kvæmt öll­um sann­girn­is­sjón­ar­miðum ættu að fara til skipta milli sjó­manna og út­gerða, pen­ing­ar sem verða til úr sam­eig­in­legri auðlind þess­ar­ar þjóðar,“ bæt­ir Heiðveig við.

Samantekt Heiðveigar sem hún segir sýna samanburð á framsetningu SFS …
Sam­an­tekt Heiðveig­ar sem hún seg­ir sýna sam­an­b­urð á fram­setn­ingu SFS um ol­íu­kostnað ann­ars veg­ar og tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar frá Hag­stofu Íslands hins veg­ar. Mynd: Heiðveig Ein­ars­dótt­ir.

Hún seg­ir ekk­ert vit í því að 30% afla­verðmæt­is fari óskipt til út­gerðar eft­ir hverja veiðiferð því afla­verðmæti geti verið 100 millj­ón­ir króna einn túr­inn og 300 millj­ón­ir þann næsta.

„Útgerðin fær því þeim mun meira ef afla­verðmætið hækk­ar, en auðvitað helst ol­íu­kostnaður­inn óbreytt­ur, svo út­gerðirn­ar hagn­ast þeim mun meira eft­ir því sem bet­ur geng­ur þar sem þær fá tæp­an þriðjung til sín óskipt. Þetta er hrein­lega út úr kort­inu,“ seg­ir hún.

Sjá frétt: Seg­ir sjó­menn greiða út­gerðarmönn­um styrk

Dag­pen­ing­ar eiga að vera sjálf­sagðir

Um kröfu sjó­manna fyr­ir bæt­ur vegna af­náms sjó­manna­afslátt­ar­ins seg­ir Heiðveig hana skilj­an­lega. Sjó­menn á öll­um Norður­lönd­un­um fái sjó­manna­afslátt og all­ar aðrar stétt­ir sem vinna fjarri heim­ili njóti þess­ara sjálf­sögðu rétt­inda.

„Þarna á ríkið að sjá sóma sinn í því að leiðrétta þá kjara­skerðingu sem fólst í af­námi sjó­manna­afslátt­ar­ins. Stjórn­völd þurfa ein­fald­lega að vinna heima­vinn­una sína enda kem­ur það skýrt fram í frum­varp­inu með af­nám­inu að sjó­menn eigi held­ur að semja við at­vinnu­rek­end­ur sína um greiðslur dag­pen­inga í stað þess að vinna með eitt­hvert úr­elt af­slátt­ar­kerfi. Þar til ein­hver get­ur sýnt mér fram á rétt­læti þess að flug­menn og flugliðar fái dag­pen­inga en sjó­menn ekki, þá tel ég galið að þeir fái ekki ein­hvers kon­ar dag­pen­inga. Sér­stak­lega þegar sömu stjórn­völd bera það alltaf fyr­ir sig að efna­hags­leg­ur stöðug­leiki þjóðar­inn­ar allr­ar eigi svona mikið und­ir því að sjó­menn vinni sína vinnu þegar þau setja lög á hverja ein­ustu til­raun sjó­manna til að ná fram leiðrétt­ingu á sín­um kjör­um. Að halda því fram að dag­pen­ing­ar sjó­manna séu ein­hvers kon­ar samn­ings­atriði við ríkið er galið. Launþegi og at­vinnu­rek­end­ur eiga að semja um það sín á milli án aðkomu rík­is þar sem regl­urn­ar liggja fyr­ir og hafa sjó­menn að mínu mati rétt á þeim rétt eins og annað launa­fólk,“ seg­ir hún.

Auðvitað er van­traust

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og samn­ingamaður sjó­manna, hef­ur bent á að mikið van­traust ríki milli sjó­manna og út­gerðarmanna.

Sjá frétt: Ofsa­gróði og and­legt of­beldi

Heiðveig tek­ur und­ir þetta og seg­ir það full­kom­lega skilj­an­legt.

„Það ligg­ur fyr­ir að það verð sem sjó­menn fá fyr­ir afl­ann er oft langt und­ir því sem ger­ist í lönd­un­um við hliðina á okk­ur. Af hverju er það? Þetta er sami afli, jafn­vel veidd­ur hvort sínu meg­in við 200 míl­urn­ar, sami fisk­ur sem landað er á sama tíma og ís­lensk­ir sjó­menn fá brot af því sem afl­inn er seld­ur á er­lend­is. Svo leggja menn fram bók­un um að skipuð verði nefnd til að eyða þess­ari óvissu og út­skýra af hverju þetta staf­ar, og það spring­ur allt í loft upp hjá út­gerðarmönn­um. Af hverju má ekki yf­ir­fara gögn máls­ins ef menn hafa ekk­ert að fela? Ef út­gerðar­menn treysta sér ekki í þetta er ekki skrýtið að sjó­menn treysti þeim illa,“ seg­ir hún.

„Þess utan hef­ur borið á því að út­gerðar­menn hafi aflað sér upp­lýs­inga um það sem sjó­menn ræða sín á milli inni á lokuðum sam­skipt­asíðum á sam­fé­lags­miðlum eft­ir króka­leiðum og notað það gegn sjó­mönn­um í kjaraviðræðum. Mega sjó­menn ekki bera sam­an bæk­ur sín­ar? Hver get­ur láð þeim að bera ekki fullt traust til manna sem njósna um þeirra sam­töl og neita að láta hlut­laus­an þriðja aðila yf­ir­fara söl­unót­ur til að sann­reyna að það verð sem lífsviður­væri sjó­manna bygg­ist á sé rétt? Ef þú hef­ur ekk­ert að fela ætti það ekki að vera nokk­urt ein­asta mál,“ seg­ir Heiðveig.

Launa­hlut­fall sjó­manna af afla­verðmæti af­bakað

„Sam­kvæmt frétta­bréfi sem Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sendu á sína fé­lags­menn er því haldið fram að launa­hlut­fall út­gerða sé 30-50% og að í ákveðnum út­gerðarflokk­um sé launa­hlut­fallið nær 50%,“ seg­ir Heiðveig.

Sjá frétt: 15 millj­ón­ir fyr­ir 80 daga

„Fram­setn­ing þess­ara pró­sentutalna er jafná­byrgðarlaus og að nota tíma­ritið Frjálsa versl­un sem heim­ild fyr­ir meðallaun­um sjó­manna. Í op­in­ber­um gögn­um Hag­stof­unn­ar eru næg­ar upp­lýs­ing­ar til þess að kort­leggja þenn­an kostnað. Úrtak Hag­stof­unn­ar í Hag­veiðum og vinnslu tek­ur til 86% af heild­inni og ætti því sam­an­b­urður með notk­un þeirra gagna að gefa raun­veru­lega mynd af þess­um stærðum. Til upp­lýs­ing­ar til­heyra þessi gögn ein­ung­is út­gerðar­hluta fyr­ir­tækj­anna og miðast töl­ur við afla­verðmæti upp úr skipi. Þá á eft­ir að vinna afl­ann í verðmæt­ari afurðir í þeim flokk­um þar sem það er gert. Því eiga fyr­ir­tæk­in sem eiga bæði út­gerð og fisk­vinnslu enn meiri verðmæta­aukn­ingu inni og fá því að lok­um mun meira fyr­ir afl­ann þegar upp er staðið,“ held­ur hún áfram og vís­ar til grafs­ins að neðan mái sínu til stuðnings.

Mynd: Heiðveig Ein­ars­dótt­ir

„Þarna sést svart á hvítu hvers kyns af­bök­un er um að ræða. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi eiga að vita bet­ur en að setja fram svona raka­laust rugl.“

Heiðveig seg­ir einu leiðina til að kom­ast að þeirri niður­stöðu að launa­hlut­fall sjó­manna sé helm­ing­ur afla­verðmæt­is vera þá að reikna slíkt af því sem eft­ir stend­ur þegar búið er að taka 30% ol­íu­kostnað óskipt til út­gerðar­inn­ar.

„Ef það er virki­lega svo að menn reikna dæmið þannig, þá er það veru­lega ámæl­is­vert. Mér er fyr­ir­munað að sjá hvernig SFS get­ur sett fram þess­ar töl­ur þegar öll op­in­ber gögn sýna fram á hið gagn­stæða,“ bæt­ir hún við.

„Þetta er í besta falli mis­skiln­ing­ur og í versta falli hrein­ar rang­færsl­ur.“

 Reynt að skapa þrýst­ing

Hún seg­ir erfitt að kyngja því að út­gerðir beiti sér fyr­ir því á þann hátt sem raun beri vitni að skapa sam­fé­lags­leg­an þrýst­ing á sjó­menn svo þeir haldi aft­ur til hafs og hætti þessu kvabbi.

„Samn­inga­nefnd­ir sjó­manna komu sér sam­an um nokkr­ar kröf­ur til að ná fram að ein­hverju leyti í samn­ing­um sín­um við út­gerðirn­ar og þær eru virki­lega hófstillt­ar og sann­gjarn­ar. Til að liðka fyr­ir samn­ing­um samþykktu þeir meira að segja ný­smíðaálagið í nokk­ur ár í viðbót, en það eitt og sér sýn­ir mikla fórn­fýsi af þeirra hálfu. Að hugsa sér að sjó­menn eigi að greiða fyr­ir ný skip sem þeir eign­ast svo ekki er jafn­galið og að ætla sér að strætóbíl­stjór­ar greiði fyr­ir nýja strætóa, með þeim rök­stuðningi að það fari bet­ur um þá í þeim og því sé sann­gjarnt að þeir taki þátt í slíkri fjár­fest­ingu. Það er þess vegna dap­ur­legt að sjá þegar SFS flík­ar staðreynda­vill­um varðandi meðallaun sjó­manna og launa­hlut­fall þeirra, og út­gerðir nota þann styrk sem þær hafa til að reyna að sýna sam­fé­lag­inu fram á það að sjó­menn séu vanþakk­lát of­ur­launa­stétt sem hafi ekki yfir neinu að kvarta,“ seg­ir Heiðveig.

Sjó­menn eiga skil­inn stuðning og klapp á bakið

„Sjó­menn eru ekki bara bak­beinið í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi, sem hef­ur skapað þá vel­sæld í sam­fé­lag­inu sem við öll þekkj­um og tök­um sem sjálf­sagðri, held­ur vinn­andi stétt sem  í gegn­um tíðina hef­ur þurft að sæta stig­vax­andi kjara­skerðing­um og raka­laus­um frá­drætti af laun­um sín­um á grund­velli löngu brost­inna laga­legra for­sendna – á meðan út­gerðir lands­ins upp­lifa mesta fjár­hags­lega blóma­skeið í sögu grein­ar­inn­ar. Auk þess er það ekki flókið reikn­ings­dæmi að skatt­tekj­ur í formi tekju­skatts og trygg­inga­gjalds  af laun­um sjó­manna skila mun meira til sam­fé­lags­ins en fjár­magn­s­tekj­ur af arði,“ seg­ir Heiðveig.

„Manni finnst að það ætti að vera á hinn veg­inn, að sjó­mönn­um væri þakkað sitt fram­lag því það sést ber­lega nú þegar verk­fallið er orðið svona langt að það geta ekki marg­ir stigið inn í störf þeirra. Hvað þá eru til­bún­ir til að leggja það á sjálfa sig og fjöl­skyld­ur sín­ar að vera alltaf fjar­ver­andi til að standa und­ir hinum svo­kallaða efna­hags­lega stöðug­leika. Við skul­um held­ur ekki gleyma því að nán­ast helm­ing­ur af tekj­um sjó­manna skil­ar sér í rík­iskass­ann í formi skatta og er okk­ur öll­um til hags­bóta. Þetta er ekki einka­mál sjó­manna, þetta er hags­muna­mál fyr­ir alla þjóðina. Hvað ætli við séum búin að kasta mörg­um Land­spít­öl­um eða þyrl­um í vasa út­gerðarmanna með þessu tóm­læti stjórn­valda?“ seg­ir Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir.

Sjá einnig áður ritaða pistla Heiðveig­ar um kjara­mál sjó­manna: Rán um há­bjart­an dag og Skrum­skæl­ing sjó­manna eða skrum­skæl­ing út­gerðanna?

mbl.is