Lítið miðaði á samningafundi sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem hófst klukkan 14 í dag. Fundurinn stóð yfir í um tvo og hálfan tíma. Ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið.
Verkfall sjómanna hefur staðið yfir frá 14. desember en samkvæmt heimildum mbl.is eru sjómenn ákveðnir í því að gefa ekkert eftir í viðræðunum.