Funduðu í tvo og hálfan tíma

Lítið miðaði á samn­inga­fundi sjó­manna og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sem hófst klukk­an 14 í dag. Fund­ur­inn stóð yfir í um tvo og hálf­an tíma. Ekk­ert hef­ur verið ákveðið um fram­haldið.

Verk­fall sjó­manna hef­ur staðið yfir frá 14. des­em­ber en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is eru sjó­menn ákveðnir í því að gefa ekk­ert eft­ir í viðræðunum.

mbl.is