„Við finnum bara ekki lykilinn ennþá“

Valmundur Valmundsson og kollegar hans í samninganefnd sjómanna, munu funda …
Valmundur Valmundsson og kollegar hans í samninganefnd sjómanna, munu funda í sínu baklandi um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

„Bæði sjó­menn og þeir sem starfa þessu næst tapa nátt­úr­lega pen­ing­um, ég held að það sé ljóst,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður samn­inga­nefnd­ar sjó­manna í sam­tali við mbl.is. Sjó­menn munu funda um og eft­ir helgi í sínu baklandi um stöðu og fram­gang mála í yf­ir­stand­andi verk­falli sjó­manna. Val­mund­ur seg­ir fátt hafa komið á óvart í skýrsl­unni sem sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra kynnti í dag um þjóðhags­leg­an kostnað vegna deil­unn­ar.

„Ég held að þetta sé nú ágætt inn­legg í þetta, auðvitað er mjög fínt ef við get­um kort­lagt það hvað þetta þýðir,“ seg­ir Val­mund­ur og tek­ur þannig í svipaðan streng og Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sem sit­ur hinu meg­in borðsins í kjara­deil­unni.

„Það er ekk­ert mikið sem sting­ur í aug­un svona við fyrsta lest­ur sýn­ist mér en þetta er svona nokk­urn veg­inn það sem að menn gátu gert ráð fyr­ir lík­lega,“ seg­ir Val­mund­ur um skýrsl­una. Það hafi verið vitað að það ætti eft­ir að veiða upp kvót­ann og að miss­ir yrði af því sem mögu­lega tekst ekki að vinna upp.

Loðnu­vertíðin fer senn að hefjast og stend­ur hún að jafnaði yfir aðeins fram í mars­mánuð og óvíst er ennþá hvað verður í þeim efn­um. „Það eru ekki nema 11 þúsund tonn sem Íslend­ing­ar mega veiða, það sem búið er að gefa út af veiðiheim­ild­um til loðnu. Þannig að það er ekki hundrað í hætt­unni núna en það get­ur nátt­úr­lega bæst við ef að þeir ná að finna eitt­hvað meira, þá kem­ur nátt­úr­lega meiri pressa á báða aðila að semja,“ seg­ir Val­mund­ur.

Ítrekað hef­ur komið fram að yf­ir­völd hygg­ist ekki íhlutast í deil­unni og ljóst af hálfu sjó­manna að ekki sé reiknað með því. „Við höf­um bara sagt að við erum með kröfu á út­gerðina, á bæt­ur fyr­ir sjó­manna­afslátt­inn og það er það sem stend­ur upp á þá. Við get­um ekki gert kröfu á ríkið þó að við telj­um það rétt­læt­an­legt. Ríkið er ekki að semja við okk­ur um kjara­samn­inga,“ seg­ir Val­mund­ur.

Sem fyrr seg­ir munu sjó­menn hitt­ast og funda bæði um og eft­ir helg­ina og bera sam­an bæk­ur sín­ar. „Auðvitað erum við alltaf að reyna að finna leiðir og reyna að klára þetta - en við finn­um bara ekki lyk­il­inn ennþá.“

mbl.is