Komin með tilboðið í hendurnar

Jens Garðar Helgason, formaður SFS.
Jens Garðar Helgason, formaður SFS. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samn­inga­nefnd Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, SFS, hef­ur fengið til­boð í hend­urn­ar frá samn­inga­nefnd sjó­manna vegna yf­ir­stand­andi kjara­deilu. Þetta staðfest­ir Jens Garðar Helga­son, formaður SFS í sam­tali við mbl.is. 

„Við hérna í samn­inga­nefnd­inni vor­um bara að fá til­boð í hend­urn­ar,“ seg­ir Jens Garðar. „Að sjálf­sögðu eru öll til­boð skoðuð og við mun­um að sjálf­sögðu núna, við samn­inga­nefnd­in okk­ar, heyr­ast á eft­ir og svo bara sjá­um við til með fram­haldið.“ 

Spurður hvort hann bindi von­ir við til­boðið seg­ir Jens Garðar of snemmt að segja nokkuð til um það. „Ég var bara fyr­ir ör­skömmu síðan að fá til­boðið í hend­urn­ar þannig að ég á nú al­veg eft­ir að átta mig svona heilt yfir á því og reikna og fleira. Þannig að ég get ekk­ert sagt um það að svo stöddu.“ 

Jens fer fyr­ir samn­inga­nefnd SFS og ger­ir hann ráð fyr­ir að nefnd­in muni funda fljót­lega í kvöld og síðan ræða við full­trúa sjó­manna í fram­hald­inu. Tel­ur hann þó lík­legt að það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi á morg­un. Jens vill þó ekki veita frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu um eðli til­boðsins. „Við erum nátt­úr­lega bund­in bara frétta­banni,“ seg­ir Jens Garðar. „Mér hef­ur líka sýnst það bara að fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu og það mættu fleiri til­einka sér það.“ 

Spurður hvort hafi verið til umræðu hjá samn­inga­nefnd SFS að gefa frek­ar eft­ir kröf­ur sjó­manna seg­ir Jens Garðar: „Í þessu verk­falli og þess­um samn­ingaviðræðum þá nátt­úr­lega hafa menn verið að kasta fram og til baka ýms­um hug­mynd­um. Og auðvitað er það bara eðli samn­inga, að menn von­andi á ein­hverj­um tíma­punkti kom­ast að niður­stöðu.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina