Ísland mun ekki uppfylla Parísarsáttmálann að óbreyttu

Ísúr Ólafs Elíassonar sem var sett upp í París á …
Ísúr Ólafs Elíassonar sem var sett upp í París á meðan loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna stóð. Hagfræðistofnun segir að að óbreyttu muni Ísland ekki standa við skuldbindingar sínar í loftlagsmálum. AFP

Að óbreyttu stefn­ir ekki í að Íslands standi við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart Par­ís­ar­samn­ingn­um til árs­ins 2030 um los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um. Spáð er 53-99% aukn­ingu í los­un frá 1990 til árs­ins 2030, en ef tekið er mið af kol­efn­is­bind­ingu með skóg­rækt og land­græðslu er aukn­ing­in um 33-79%.

Mest aukn­ing hjá stóriðjunni

Aukn­ing los­un­ar er mest í stóriðju. Þetta er niðurstaða Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands sem skilaði í dag grein­ing­ar­skýrslu sinni um mögu­leika Íslands til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda til um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins.

Aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um frá 2010 miðaði að því að út­streymi án stóriðju og án bind­ing­ar með land­græðslu og skóg­rækt yrði 9% minna árið 2020 en árið 1990 og 32% minna árið 2020 án stóriðju en með bind­ingu. Nokkuð vant­ar á að þessi mark­mið ná­ist, sam­kvæmt Hag­fræðistofn­un. Útstreymi árs­ins 2014 án stóriðju var 6% meira en út­streymi árs­ins 1990, en 10% minna ef bind­ing var tek­in með.

Frek­ari aðgerða þörf

Seg­ir í skýrsl­unni að ljóst sé að frek­ari aðgerða sé þörf til dæm­is í land­búnaði sem og í bind­ingu kol­efn­is með land­græðslu, skóg­rækt eða end­ur­heimt vot­lend­is til að ná tak­marki aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar frá 2010.

Eft­ir að Ísland samþykkti Par­ís­ar­samn­ing­inn þótti ástæða til að ráðast í end­ur­skoðun á grein­ingu frá ár­inu 2009 um mögu­leika á nettó­los­un gróður­húsaloft­teg­unda og var Hag­fræðistofn­un feng­in til verks­ins. Átti stofn­un­in að rýna los­un­ar­spá fyr­ir Ísland til 2020 og 2030, skoða fyrri mark­mið um los­un og hvernig hafi tek­ist að ná þeim, greina hag­kvæm­ustu leiðir til þess að ná nú­ver­andi mark­miðum og meta hvort Ísland ætti að vera áfram í sam­floti með ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins í viðskipta­kerfi með los­un­ar­heim­ild­ir. Bryn­hild­ur Davíðsdótt­ir pró­fess­or rit­stýrði skýrsl­unni.

Bæði dýr­ir og ódýr­ir kost­ir við mót­vægisaðgerðir

Skýrsla Hag­fræðistofn­un­ar bend­ir líka á marg­vís­lega mögu­leika til að draga úr los­un og voru 30 mót­vægisaðgerðir greind­ar með til­liti til kostnaðar og ábata. „Sum­ir kost­ir eru dýr­ir, aðrir kosta til­tölu­lega lítið og sum­ir skila jafn­vel fjár­hags­leg­um nettóá­bata. Skýrsl­an grein­ir tækni­lega mögu­leika á að draga úr los­un og auka kol­efn­is­bind­ingu, en tek­ur fram margt hafi áhrif á hvort sam­drátt­ur í los­un verði í raun, s.s. stjórn­valdsákv­arðanir, olíu­verð og fleiri þætt­ir,“ seg­ir á vef ráðuneyt­is­ins.

Í skýrsl­unni seg­ir að niður­stöður sýni að fjár­fest­ing í spar­neytn­ari bif­reiðum hafi í för með sér hrein­an ábata (nei­kvæðan nettó­kostnað). Auk þessa þátt­ar séu sex önn­ur dæmi sem geti sam­tals leitt til sam­drátt­ar í út­streymi sem nem­ur rúm­um 320 þúsund tonn­um CO2-ígilda. „Fjöl­marg­ar aðgerðir eru auk þessa frem­ur hag­felld­ar, svo sem bind­ing CO2 með land­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is, en aðrar kosta meira. At­hygli vek­ur hve miklu mun­ar á kostnaði aðgerða inn­an sama geira, svo sem inn­an sam­gangna, þar sem ódýr­ustu kost­irn­ir leiða af sér nettóá­bata (t.d. spar­neytn­ari bif­reiðar). Lang­dýr­ustu kost­irn­ir á hvert tonn af sam­drætti af gróður­húsaloft­teg­und­um eru notk­un vetn­is í sam­göng­um og létt­lest á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina