„Reynum að vinna eins fljótt og við getum“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Samn­inga­nefnd Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi fund­ar nú vegna til­boðs sem nefnd­in fékk í hend­urn­ar í dag frá samn­inga­nefnd sjó­manna. Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, seg­ir að reynt verði að vinna hratt við skoðun til­boðsins. 

„Við erum bara í þess­um töluðu orðum að kynna okk­ur það,“ seg­ir Heiðrún Lind í sam­tali við mbl.is. Spurð hvernig henni hugn­ast til­boðið seg­ist Heiðrún ekki munu tjá sig um það núna, frek­ar en nokk­ur efn­is­leg atriði til­boðsins.

„Ég ætla ekki að tjá mig um það að svo stöddu og mun ekki gera það.“

Í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 í kvöld sagði Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, að sjó­menn hafi slegið af kröf­um sín­um og hef­ur hann sagt við fjöl­miðla í dag að um sé að ræða „loka­til­boð“ til út­gerðar­inn­ar.  Spurð hvort henni sýn­ist svo vera vill Heiðrún ekki tjá sig um það held­ur.

„Við reyn­um bara að vinna eins fljótt og við get­um, vit­andi hver ábyrgð okk­ar er,“ seg­ir Heiðrún að lok­um. 

mbl.is