Ríkissáttasemjari er ekki búinn að ákveða hvort boðað verði til fundar í sjómannadeilunni í kvöld. Eins og kom fram fyrir stundu höfnuðu sjómenn gagntilboði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem sjómönnum var afhent síðdegis í dag.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagðist ætla að fylgjast vel með stöðu mála í kvöld. Hún myndi boða til fundar ef hún teldi líklegt að það myndi skila einhverjum árangri en ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum, hvorki af né á.