Óvíst hvort fundað verði í kvöld

Sjómenn höfnuðu gagntilboði SFS í dag.
Sjómenn höfnuðu gagntilboði SFS í dag. mbl.is/Þröstur Njálsson

Rík­is­sátta­semj­ari er ekki bú­inn að ákveða hvort boðað verði til fund­ar í sjó­manna­deil­unni í kvöld. Eins og kom fram fyr­ir stundu höfnuðu sjó­menn gagn­til­boði Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sem sjó­mönn­um var af­hent síðdeg­is í dag.

Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir rík­is­sátta­semj­ari sagðist ætla að fylgj­ast vel með stöðu mála í kvöld. Hún myndi boða til fund­ar ef hún teldi lík­legt að það myndi skila ein­hverj­um ár­angri en ekk­ert hefði verið ákveðið í þeim efn­um, hvorki af né á.

mbl.is