Sjómenn hafna tilboði SFS

Sjómenn höfnuðu gagntilboði SFS.
Sjómenn höfnuðu gagntilboði SFS. mbl.is

„Við höfnuðum því,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, um gagn­til­boð samn­inga­nefnd­ar Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sem sjó­mönn­um var af­hent síðdeg­is í dag. „Og við vor­um snögg­ir að því. Til­boðið okk­ar í gær var loka­til­boð, það stend­ur þannig.“ Seg­ir hann til­boðið sem sjó­menn lögðu fram í gær vera end­an­legt og óumsemj­an­legt.

Í dag gerði SFS gagn­til­boð líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag og vonaðist Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS, til þess að það væri farið að sjá fyr­ir end­ann á deil­unni. Val­mund­ur seg­ir mikið hafa verið á milli þess sem SFS bauð í gagn­til­boðinu og til­boðinu sem sjó­menn lögðu fram í gær.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, …
Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, og Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eng­ir samn­ing­ar komi ríkið ekki að mál­um

Spurður út í aðkomu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að kjara­deil­unni seg­ir Val­mund­ur það ljóst að það verði eng­inn samn­ing­ur komi ríkið ekki til móts við deiluaðila með breyt­ing­um á skatt­kerf­inu sem miða að því að fæðis­pen­ing­ar sjó­manna verði skatt­frjáls­ir. 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði í út­varps­viðtali í morg­un að hún sé mót­fall­in sér­tæk­um aðgerðum, þar á meðal niður­greiðslu launa fyr­ir út­gerðar­menn, og sagði Val­mund­ur í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að sjó­menn telji þetta ekki vera sér­tæk­ar aðgerðir. „Það er ekki verið að niður­greiða nein laun,“ sagði hann í sam­tali við mbl.is fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina