Umhverfismálin ekki bara kremið á kökuna

Aukin flugumferð til og frá Íslandi er áhyggjuefni, segir Stefán …
Aukin flugumferð til og frá Íslandi er áhyggjuefni, segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur sem segir Íslendinga gjarna á að tala bara um það sem þeir geri vel í umhverfismálum en horfa framhjá því sem miður er. AFP

Íslend­ing­ar eru sinnu­laus­ir í um­hverf­is­mál­um og gera sjálf­krafa ráð fyr­ir að hér sé allt hreint og gott, en gera lítið til að hafa það þannig. Þetta seg­ir Stefán Gísla­son sjálf­stætt starf­andi um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræðing­ur sem rek­ur ráðgjafa­fyr­ir­tækið En­vironice. Hann seg­ir stjórn­völd og lands­menn enn líta á um­hverf­is­mál­in sem eitt­hvað hliðar­verk­efni, sem hægt sé að sinna í hjá­verk­um, í stað þess vera sá kjarni sem að þau þurfi að vera.

„Menn eru í ein­hverju móki, en miðað við mann­fjölda þá stönd­um við mjög illa,“ seg­ir Stefán.

Niður­stöður skýrslu Hag­fræðistofn­unn­ar um stöðu og framtíðar­mál tengd los­un gróður­húsaloft­teg­unda, sem kynnt­ar voru í gær komu Stefáni ekki á óvart.„Þetta er bara það sem menn vissu,“ seg­ir hann. „Menn vissu að við los­um hér meira á mann en gert er víða ann­ars staðar. Menn vissu líka að það væri verið að reisa hvert stóriðju­verið á fæt­ur öðru.“

Þó stóriðja og aukn­ing flug­um­ferðar til og frá land­inu heyri und­ir EPS, sam­eig­in­legt viðskipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins um los­un­ar­heim­ild­ir, feli það ekki í sér að það eigi að horfa fram­hjá þess­um þátt­um.

Föln­ar þegar heild­ar­mynd­in er skoðuð

„Þegar heild­ar­mynd­in er skoðuð, þá föln­ar svo­lítið þessi fal­lega mynd af land­inu sem er með svo mikið af end­ur­nýj­an­legri orku,“ seg­ir hann.

Íslend­ing­ar séu svo heppn­ir að vera með end­ur­nýj­an­lega orku þegar kem­ur að raf­magni og hita, en það hafi einnig gert þá sinnu­lausa. „Það hef­ur viðgeng­ist sá hugs­un­ar­hátt­ur að fyrst að við erum búin að græða þetta, þá er þetta bara komið og við þurf­um ekki að leggja neitt á okk­ur.“

Hann nefn­ir sem dæmi að enda­laust sé rætt um það stóra fram­fara­skref sem var tekið þegar að Hita­veita Reykja­vík­ur var stofnuð og allt höfuðborg­ar­svæðið var hitað upp með heitu vatni. Lítið hafi hins veg­ar gerst síðan þá. „Menn ætla bara enda­laust að segja um­heim­in­um frá því hvað þetta hafi verið frá­bært - sem að það var - en það er liðin meira en hálf öld síðan.“

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur segir of marga líta á umhverfismálin sem …
Stefán Gísla­son um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræðing­ur seg­ir of marga líta á um­hverf­is­mál­in sem hliðar­verk­efni í stað þess að vera sá kjarni sem þau þurfi að vera. mbl.is/ Ómar Óskars­son

Íslend­ing­ar þurfi að hætta að tala enda­laust bara um það sem þeir standi sig vel í, á meðan að þeir geri lítið til að bæta þau svið sem að þeir standi sig ekki. „Það þurfa all­ir að taka sig á á öll­um sviðum og ekki bara tala um það sem þeir eru góðir í að gera.

Það er þó ekki bara að við þurf­um að hrista af okk­ur slenið og gera eitt­hvað af því að við neyðumst til þess, held­ur líka af því að það eru tæki­færi í því.“

Nota mikið jarðefna­eldsneyti á hvern lands­mann

Íslend­ing­ar nota  mikið af jarðefna­eldsneyti á hvern lands­mann að sögn Stef­áns. „Kola­notk­un í stóriðju hef­ur verið í umræðunni und­an­farið og svo erum við með mjög stór­ann bíla­flota miðað við íbúa­fjölda.“ Lítið hef­ur hins veg­ar verið gert til að auka raf­væðingu sam­gangna miðað við það sem hefði verið hægt að gera.

Þannig eru til að mynda þeir styrk­ir sem Orku­sjóður út­hlut­ar til að koma upp hleðslu­stöðvum fyr­ir raf­bíla, lít­il upp­hæð í sam­an­b­urði við það fjár­magn sem fer í að niður­greiða eldsneyti til flutn­inga. „Þetta er viðbót, í stað þess að vera aðal­málið og við höf­um tekið mjög lít­il skref þar sem að við hefðum geta tekið stór skref.“

Líkt og fram kem­ur í skýrsl­unni þá fel­ast mik­il tæki­færi í raf­væðingu flutn­inga og sam­gangna á landi og sjó. Eins seg­ir Stefán ónýtt tæki­færi fel­ast í auk­inni met­annotk­un. „Raf­væðing hafna er annað mál sem tölu­vert hef­ur verið rætt um, en lítið orðið um fram­kvæmd­ir,“ seg­ir Stefán.

Skúffu­skýrsl­an um græna hag­kerfið

Lít­ill vilji hef­ur verið í verki hjá stjórn­völd­um til breyt­inga til þessa og nefn­ir Stefán sem dæmi að í mars 2012 hafi verið samþykkt þings­álykt­un um veggöngu græns hag­kerf­is. „Þar eru 50 til­lög­ur um aðgerðir sem all­ar eru í þá vegu að gera hag­kerfið grænna. Þessi skýrsla hef­ur í öll­um aðal­atriðum legið niðri í skúffu. Þessi þings­álykt­un á fimm ára af­mæli núna í mars og það er búið að setja í gang tvö eða þrjú verk­efni af þess­um fimm­tíu.“

Nú­ver­andi rík­is­stjórn tali þó um að huga að mál­um í anda græns hag­kerf­is í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni, sem sé já­kvætt. Stjórn­völd sýni því a.m.k. í orði meiri vilja til að vinna eitt­hvað í mál­un­um. „Svo kem­ur í ljós hvort að aðgerðir fylgi og hvort að þær verði þá áfram bara krem á kök­una eða hvort að þær verði aðal­rétt­ur­inn.“

mbl.is