Samninganefndir beggja fylkinga í kjaradeilu sjómanna gengu rétt í þessu út úr sjávarútvegsráðuneytinu við Skúlagötu 4. Spurðir fregna svöruðu nefndarmenn því til, að þeir væru í fjölmiðlabanni og mættu því ekkert tjá sig um gang viðræðnanna.
Svo strangt virðist raunar umrætt bann, að fjölmiðlar voru ekki upplýstir fyrir fram um fund fylkinganna í ráðuneytinu.
Samkvæmt heimildum mbl.is eru samninganefndirnar komnar aftur í Karphús ríkissáttasemjara.