Skyndiflóð og langvarandi þurrkar

This file photo taken on May 21, 2015 Úganda er …
This file photo taken on May 21, 2015 Úganda er oft kallað perla Afríku vegna náttúrulífsins. Nú eru þurrkar í norðanverðu landinu og lífskjör fólks hafa versnað til muna. AFP

Í sam­starfs­ríkj­um Íslend­inga í alþjóðlegri þró­un­ar­sam­vinnu; Mala­ví, Mósam­bík og Úganda, eru ým­ist flóð eða þurrk­ar en hvoru tveggja veld­ur spjöll­um á landi og upp­skeru­bresti. Síðustu mánuði hafa borist frétt­ir af mikl­um öfg­um í veðurfari í sunn­an­verðri Afr­íku.

Í Heims­ljósi, vef­riti um þró­un­ar­mál, seg­ir að í Úganda séu þurrk­ar, í Mala­ví flóð og bæði þurrk­ar og flóð í Mósam­bík.

Að sögn Ágústu Gísla­dótt­ur for­stöðumanns sendi­ráðs Íslands íLilong­ve hef­ur úr­koma í Mala­ví verið með mesta móti í ár og valdið flóðum og meðfylgj­andi vand­ræðum í 27 héruðum. Um 22 þúsund heim­ili hafa orðið fyr­ir skaða af völd­um flóða.

Hún seg­ir að eft­ir mikl­ar rign­ing­ar í höfuðborg­inni Lilong­ve á föstu­dag hafi komið skyndiflóð í Lingazi-ána með hörmu­leg­um af­leiðing­um. Tvö skóla­börn sem lentu í flóðinu á leiðinni í skól­ann björguðust naum­lega með aðstoð þyrlu en að minnsta kosti þrír Mala­var drukknuðu. Ágústa seg­ir að auk­in flóð á regn­tím­an­um á und­an­förn­um árum séu meðal ann­ars rak­in til mik­ill­ar skógareyðing­ar í land­inu.

Skyndiflóð hafa orðið í Malaví síðustu daga.
Skyndiflóð hafa orðið í Mala­ví síðustu daga. AFP

Þurrk­ar í Úganda

Stefán Jón Haf­stein for­stöðumaður sendi­ráðs Íslands í Kampala seg­ir að Úganda­bú­ar hafi gengið í gegn­um erfitt þurrka­skeið und­an­farna mánuði og nú sé talið að hátt í ein og hálf millj­ón manna glími við fæðuskort vegna upp­skeru­brests. Hann seg­ir mat­araðstoð nú veitta á af­mörkuðum stöðum í Norður-Úganda. Það veki mikl­ar áhyggj­ur að vatns­borð stöðuvatna hafi lækkað mikið og þar með dregið úr mögu­leik­um í að afla vatns og veita á akra.

Stefán seg­ir að enn hafi ekki verið lýst yfir neyðarástandi en ljóst sé af um­fjöll­un fjöl­miðla að áhyggj­ur fari mjög vax­andi. Bregðist rign­ing­ar í mars og apríl eins og flest bendi til verði ástandið mjög al­var­legt.  

Þurrk­ar og flóð í Mósam­bík

Eft­ir mikla þurrkatíð 2015-16 í Mósam­bík er aðeins að rofa til, að sögn Vil­hjálms Wii­um for­stöðumanns sendi­ráðs Íslands í Ma­pútó. Hann seg­ir að upp­skera síðasta árs hafi brugðist á mörg­um stöðum vegna þurrka og hátt í tvær millj­ón­ir manna þiggi nú mat­araðstoð vegna þessa. „Eins og oft ger­ist hér þá er skammt stórra högga á milli. Frá því í des­em­ber hef­ur rignt ágæt­lega á mörg­um stöðum í land­inu. En, sumstaðar í suður- og miðhluta lands­ins hef­ur rign­ing­in verið tölu­vert meiri en í meðalári og hef­ur valdið staðbundn­um flóðum því ár hafa flætt yfir bakka sína,“ seg­ir hann í Heims­ljósi. Vil­hjálm­ur nefn­ir að ein­hverj­ir hafi lát­ist í flóðunum, fólk hafi þurft að flýja heim­ili sín, rækt­ar­land hafi eyðilagst og skól­ar og heilsu­gæslu­stöðvar hafi skemmst. Þá er ótt­ast að flóðin muni aukast á næst­unni. Á sama tíma sé vatns­skort­ur allra syðst í land­inu og allra nyrst hafi rign­ing­in komið mun seinna en í meðalári og hafi verið lít­il. Upp­skeru­tíma­bilið - apríl, maí - nálg­ist og menn ótt­ist að bæði þurrk­ar og flóð valdi slakri upp­skeru í ár.
mbl.is