„Ætlumst til þess að þeir klári deiluna“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert

„Þeir voru ein­fald­lega að upp­lýsa mig um stöðuna og svo voru skoðana­skipti um eitt og annað,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í sam­tali við mbl.is, eft­ir fund með deiluaðilum í sjó­manna­deil­unni í kvöld.

Samn­inga­nefnd­ir beggja fylk­inga í kjara­deilu sjó­manna gengu fyr­ir stundu út úr sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu við Skúla­götu 4. Þor­gerður seg­ist hafa lagt fram til­lögu um skoðun á fæðis- og dag­pen­ing­um.

„Ég lagði fram til­lögu um heild­stæða nálg­un og grein­ingu og að við mynd­um fara hratt í það að skoða fæðis- og dag­pen­inga á al­menn­um vinnu­markaði, með til­liti til skattaí­viln­ana, þannig að við sjá­um þá hvernig staðan er. Það er það sem við erum til­bú­in til að gera,“ seg­ir ráðherr­ann.

Spurð hvernig deiluaðilar hefðu tekið til­lög­unni seg­ir Þor­gerður að þeir ætli að skoða mál­in, en samn­inga­nefnd­irn­ar héldu aft­ur upp í Karp­hús að lokn­um fundi sín­um með ráðherra.

Þor­gerður seg­ir að þetta ætti ekki að verða til þess að deil­an myndi lengj­ast.

Deiluaðilar eru bún­ir að deila í á tí­undu viku og þeir hljóta að ráða við það að semja í þess­ari mik­il­vægu at­vinnu­grein. Það er ein­föld krafa sem við hljót­um öll að gera til þeirra. Það er mjög sér­stakt og eig­in­lega eins­dæmi ef rík­is­valdið á eft­ir á, þegar menn eru nokk­urn veg­inn að koma sér sam­an, að koma síðan og upp­fylla kröfu sem gæti sent ekki réttu skila­boðin inn í kom­andi kjara­deil­ur,“ seg­ir Þor­gerður. Bæt­ir hún við að nú yrðu menn að anda ró­lega.

Enn sem fyrr ber ég mikið traust til samn­ingsaðila, að þeir nái að leysa þetta og klára málið.“

Spurð hver næstu skref væru nú í deil­unni er svar Þor­gerðar ein­falt: „Rík­is­valdið er ekki aðili að deil­unni og samn­ingsaðilar hljóta að halda áfram að tala. Það er það sem við ætl­umst til af þeim; að klára deil­una.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina