400 milljóna kostnaður ríkissjóðs

Miðað er við að fjöldi lögskráðra daga sé um 600 …
Miðað er við að fjöldi lögskráðra daga sé um 600 þúsund. mbl.is/Árni Sæberg

Kostnaður rík­is­sjóðs vegna greiðslu út­gerðar­inn­ar á fæðis­pen­ing­um sjó­manna á fiski­skip­um nem­ur um 400 millj­ón­um króna á ári. Miðað er við að fjöldi lög­skráðra daga sjó­manna sé um 600 þúsund.

Þetta kem­ur fram í upp­lýs­ing­um frá Sjó­manna­sam­bands Íslands.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið sendi í morg­un frá sér til­kynn­ingu þar sem kem­ur fram að gögn sem Sjó­manna­sam­bandið lét ráðuneyt­inu í té á síðasta ári séu ekki rétt. Í fyrri til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins, sem var byggð á þeim gögn­um, kom fram að heild­ar­kostnaður út­gerðar­inn­ar vegna greiðslu fæðis­pen­inga sjó­manna á fiski­skip­um væri um 2,3 millj­arðar króna á ári sam­kvæmt gild­andi kjara­samn­ing­um.

Miðað var við að fjöldi lög­skrán­ing­ar­daga sjó­manna væri um 1,5 til 1,6 millj­ón­ir daga á ári. 

Þar kom einnig fram að áætlað tekjutap rík­is­ins af þeirri fjár­hæð, yrði hún und­anþegin skatti, er um 730 millj­ón­ir króna á ári. Því til viðbót­ar myndu sveit­ar­fé­lög tapa um 330 millj­ón­um króna í út­varps­tekj­um.

Að sögn fram­kvæmda­stjóra Sjó­manna­sam­bands Íslands hef­ur fjöldi lög­skrán­inga­daga fækkað. Núna er miðað við töl­ur frá ár­inu 2015 og því er matið annað en kom fram í þeim upp­lýs­ing­um sem ráðuneytið var með.

mbl.is