Deilan komin út fyrir lagarammann?

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þing­menn eiga ekki að skipta sér af kjara­deilu nema það stefni í al­gera neyð,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Bjarna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is spurður út í stöðuna í kjara­deilu sjó­manna sem verið hafa í verk­falli frá því í des­em­ber.

Vil­hjálm­ur seg­ir að það sé hins veg­ar spurn­ing hvort kjara­deila sjó­manna sé hugs­an­lega kom­in út fyr­ir þann ramma sem sett­ur er í lög­um séu sjó­menn að fara fram á af­skipti Alþing­is af deil­unni. Vís­ar hann þar til 17. grein­ar laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur í því sam­bandi.

Fram kem­ur í laga­grein­inni að óheim­ilt sé að fara í verk­fall í vinnu­deilu ef til­gang­ur­inn er að „þvinga stjórn­ar­völd­in til að fram­kvæma at­hafn­ir, sem þeim lög­um sam­kvæmt ekki ber að fram­kvæma,“ enda séu stjórn­völd ekki aðili að deil­unni sem at­vinnu­rek­andi.

Fram hef­ur komið hjá deiluaðilum að samið hafi verið um öll mál í kjara­deil­unni nema um mögu­leg­an skatta­afslátt af fæðis­pen­ing­um sjó­manna. Fyr­ir vikið má færa fyr­ir því rök að eina málið sem standi út af bein­ist ekki að út­gerðarmönn­um held­ur stjórn­völd­um.

Vil­hjálm­ur seg­ir að nógu erfitt hafi verið að taka á kjara­deil­um sem hafi sett landið í al­gera neyð. En það væri eitt­hvað bogið við það þegar sjó­menn gætu ekki samið svo árum og ára­tug­um skipti. Þá væri eitt­hvað að. „Þeir verða bara að leysa sína deilu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina