Frestun verkfalls kemur ekki til greina

Hólmgeir Jónsson (t.h.), framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, ásamt Valmundi Valmundssyni, formanni …
Hólmgeir Jónsson (t.h.), framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, ásamt Valmundi Valmundssyni, formanni félagsins.

Hólm­geir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ir að ekki komi til greina að fresta sjó­manna­verk­fall­inu á meðan grein­ing­ar­vinna fer fram um fjár­hags­leg­ar af­leiðing­ar þess ef gengið yrði að kröf­um sjó­manna um skatta­afslátt af fæðis­gjaldi.

Í til­lögu sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra kem­ur fram að grein­ing­unni verði lokið í síðasta lagi í lok apríl.

„Við ger­um það ekki. Við þurf­um að fá lausn í þetta núna,“ seg­ir Hólm­geir, spurður út í mögu­lega frest­un verk­falls­ins.

Ekki mun tak­ast að veiða þann loðnu­kvóta sem veitt­ur hef­ur verið, ef verk­fall sjó­manna held­ur áfram á meðan á grein­ing­unni stend­ur. Hólm­geir seg­ist ekki finna fyr­ir þrýst­ingi vegna þess. „Ég finn það ekk­ert hjá okk­ur.“

Spurður hvort það sér rétt­læt­an­legt að ríkið grípi inn í vegna fæðis­gjalds­ins og geti þannig sett for­dæmi fyr­ir kjaraviðræður annarra stétta, svar­ar Hólm­geir: „Okk­ur finnst það rétt­læti að sjó­menn fái dag­pen­inga. Það eru pen­ing­ar sem fara all­ir í fæðis­kostnað. Þeir borga fæðið sitt sjálf­ir og ef ríkið er búið að hirða af þessu skatt áður þá dug­ir það ekki fyr­ir fæðis­kostnaði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina