Lög á verkfall líkleg í næstu viku

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM og Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka …
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM og Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. mbl.is/Golli

Guðmund­ur Þ. Ragn­ars­son, formaður VM, tel­ur að all­ar lík­ur séu á því að lög verði sett á sjó­manna­verk­fallið í næstu viku ef ekki verður samið um helg­ina eða annað út­spil komi til. 

Þetta kem­ur fram í viðtali við hann á vefsíðu VM.

Hann seg­ir það von­brigði að ekki hafi náðst að klára nýj­an kjara­samn­ing í gær og kveðst ekki geta hugsað þá hugs­un til enda að sett verði lög á verk­fallið.

„Afstaða samn­inga­nefnd­ar VM er að við skýl­um okk­ur ekki bakvið aðra og telj­um að það sé efni til að gera samn­ing. Við þurf­um að vera með bein í nef­inu og þora að klára samn­ing og leggja hann fyr­ir,“ seg­ir hann.

mbl.is