Vilja að ráðherra komi fyrir nefndina

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ljósmynd/Óli Björn Kárason

„Við mun­um óska eft­ir því að ráðherr­ann komi á fund nefnd­ar­inn­ar í dag eða í fyrra­málið. Ég held að all­ir skynji al­var­leika stöðunn­ar og efna­hags- og viðskipta­nefnd get­ur ekki setið hjá í þeim efn­um,“ seg­ir Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við mbl.is.

Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, óskaði eft­ir því hald­inn yrði fund­ur í nefnd­inni við fyrsta tæki­færi og að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, yrði boðuð á hann. Tekið var vel í það af for­ystu nefnd­ar­inn­ar. Fram kem­ur í bréfi Lilju til efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar að óskað sé eft­ir því að ráðherr­ann geri grein fyr­ir mati á þjóðhags­leg­um kostnaði verk­falls sjó­manna og fari yfir þær al­mennu aðgerðir sem rík­is­stjórn­in hafi í skoðun við lausn deil­unn­ar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.
Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina