Réttlætismál fyrir sjómenn

Sjómenn telja að leiðréttingar sé þörf á ójafnræði í skattalegri …
Sjómenn telja að leiðréttingar sé þörf á ójafnræði í skattalegri meðferð á dagpeningum. mbl.is/Hlynur Ágústsson

Sjó­manna­sam­band Íslands seg­ir að viðræður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og Sjó­manna­sam­tak­anna hafi gengið vel liðna daga og að sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur sé með aðilum um helstu kröf­ur.

„Líkt og komið hef­ur fram í umræðu hafa sjó­menn talið að leiðrétt­ing­ar sé þörf á ójafn­ræði í skatta­legri meðferð á dag­pen­ing­um. Sjó­menn telja mik­il­vægt að úr þessu verði bætt. Þar sem um rétt­læt­is­mál er að ræða hef­ur þetta veru­leg áhrif í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sjó­manna­sam­bandi Íslands.

„Ráðherra hef­ur lagt til að fram fari heild­stæð grein­ing og skoðun á fæðis- og dag­pen­ing­um al­mennt á vinnu­markaði. Grein­ing þessi er vafa­laust já­kvæð. Enn stend­ur þó út af að fá viður­kenn­ingu stjórn­valda á skatta­legri meðferð á dag­pen­inga­greiðslum til sjó­manna.“

mbl.is