Í síðasta lagi tilbúnar í lok apríl

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Niður­stöður eiga að liggja fyr­ir í síðasta lagi í lok apríl varðandi grein­ingu á fjár­hags­leg­um af­leiðing­um þess ef gengið yrði að kröf­um sjó­manna um skatta­afslátt af fæðis­gjaldi. Þetta kem­ur fram í til­lögu Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sem var lögð fram á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær og mbl.is hef­ur und­ir hönd­um. 

Miðað er við lok apríl þannig að tími gef­ist til laga­breyt­inga á yf­ir­stand­andi þingi, ef tal­in er þörf á þeim. 

Ef niður­stöðurn­ar verða til­bún­ar í lok apríl og verk­fall sjó­manna held­ur áfram á meðan þeirri vinnu stend­ur er ljóst að ekki mun tak­ast að veiða þann loðnu­kvóta sem veitt­ur hef­ur verið. Ráðherra til­kynnti í vik­unni um að loðnu­kvót­inn yrði 196 þúsund tonn, en hann var auk­inn sex­tán­falt frá því sem gefið hafði verið út í haust.

Til­laga ráðherra: 

„Í til­efni af umræðu sem upp hef­ur komið í tengsl­um við kjara­deilu sjó­manna og út­gerðarmanna um greiðslu fæðis­kostnaðar, skatt­skyldu fæðis­pen­inga og mat á hlunn­ind­um í því sam­bandi lýsa stjórn­völd sig reiðubú­in til þess að fram fari heild­stæð grein­ing á því hvernig farið er al­mennt með fæðis­kostnað og greiðslur vegna fæðis í skatta­legu til­liti. Slík grein­ing verði unn­in í sam­vinnu við deiluaðila og e.a. önn­ur sam­tök launa­fólks og vinnu­veit­enda.

Mark­mið grein­ing­ar­inn­ar verði að tryggja áfram ein­falda og sann­gjarna skatt­fram­kvæmd og að jafn­ræðis sé gætt milli launþega hvað varðar skatta­lega meðferð greiðslna og hlunn­inda vegna fæðis­kostnaðar

Niður­stöður liggi fyr­ir eigi síðar en í lok apríl nk., þannig að tími gef­ist til laga­breyt­inga á yf­ir­stand­andi þingi, ef tal­in er þörf á þeim.“

mbl.is