Sjómenn funduðu með ráðherra

Fulltrúar samninganefndar sjómanna ganga út úr sjávarútvegsráðuneytinu upp úr klukkan …
Fulltrúar samninganefndar sjómanna ganga út úr sjávarútvegsráðuneytinu upp úr klukkan tíu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Full­trú­ar Samn­inga­nefnd­ar sjó­manna gengu út af fundi land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra laust upp úr klukk­an tíu í kvöld. Fund­ur­inn fór fram í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu við Skúla­götu. Vildu þeir ekki tjá sig við blaðamenn mbl.is sem voru á vett­vangi um hvað fram fór á fund­in­um.

Full­trú­ar deiluaðila funduðu einnig í ráðuneyt­inu í gær­kvöld og kváðust þá ekki held­ur vilja tjá sig við fjöl­miðla vegna gild­andi fjöl­miðlabanns í kjara­deil­unni.

Guðmund­ur Kristján Jóns­son, aðstoðarmaður Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, staðfesti í sam­tali við mbl.is að ráðherra hafi rætt mál­in með full­trú­um sjó­manna í kvöld en seg­ir ekk­ert nýtt hafa í raun komið fram á fund­in­um, held­ur hafi fólk aðeins verið að ræða mál­in og þá til­lögu sem ráðherra bar upp í gær um að stjórn­völd geri grein­ingu á fjár­hags­leg­um af­leiðing­um þess ef gengið yrði að kröf­um sjó­manna um skatta­af­slátt af fæðis­gjaldi. 

Þor­gerður Katrín hef­ur sjálf ekki gefið færi á viðtali í kvöld. 

Samið hef­ur verið um öll mál í kjara­deil­u sjó­manna og út­gerðar­inn­ar nema um eitt atriði, það er varðar mögu­leg­an skatta­af­slátt af fæðis­pen­ing­um sjó­manna. 

Samn­inga­nefnd SFS hef­ur fundað og rætt mál­in í sín­um húsa­kynn­um í kvöld og bjóst Jens Garðar Helga­son, formaður SFS, við því þegar hann ræddi við mbl.is fyrr í kvöld, að samn­inga­nefnd þeirra myndi heyra í samn­inga­nefnd sjó­manna seinna í kvöld

Í sam­tali við mbl.is fyrr í kvöld sagði Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir rík­is­sátta­semj­ari að ekki hafi verið boðað til sátta­fund­ar né held­ur tek­in ákvörðun um hvenær svo verður. „Ég bara met það jafnóðum en það er ekki búið að ákveða neitt og ekk­ert víst að það verði í kvöld eða mögu­lega á morg­un, ég bara veit það ekki enn þá,“ sagði Bryn­dís. „Ég er í góðu og reglu­legu sam­bandi við aðila og muni bara meta það klukku­tíma fyr­ir klukku­tíma hvort það sé til­efni til að funda.“

mbl.is