Rætt verður um sjómannaverkfallið á fundi efnahags- og viðskiptanefndar sem hófst fyrr í morgun.
Fulltrúar atvinnuveganefndar mættu einnig til fundarins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, situr fundinn.
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að mögulegt væri talið að gengi yrði frá samningi á milli sjómanna og útgerðarmanna í bítið í dag.
Fulltrúar sjómanna funduðu með Þorgerði Katrínu í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í gærkvöldi en fundarmenn vildu ekki gefa neitt upp um efni fundarins.