Forsvarsmenn sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gengu rétt í þessu á fund ríkissáttasemjara í húsakynnum hans við Borgartún.
Báðar fylkingar hafa því lokið fundum sínum með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Að loknum síðari fundinum, á milli forsvarsmanna sjómanna og ráðherrans, fór samninganefnd þeirra beint á fund ríkissáttasemjari, sem nú er hafinn.
Samið hefur verið um öll mál í kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar nema um eitt atriði, er varðar mögulegan skattaafslátt af fæðispeningum sjómanna.