Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað spænskan karlmann í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna, til og með 17. mars. Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi.
Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjóra óbreytta.