Hafa ekki rætt við ráðherra

Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins.
Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins. mbl.is/Karl Eskill

Sjó­manna­for­yst­an hef­ur ekki rætt við sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra í dag vegna sjó­manna­verk­falls­ins.

Að sögn Kon­ráðs Al­freðsson­ar, vara­for­manns Sjó­mann­sam­bands­ins, hef­ur eng­inn fund­ur verið boðaður.

Eft­ir fund sinn með efna­hags- og viðskipta­nefnd og at­vinnu­vega­nefnd í morg­un sagðist Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, ætla að heyra í sjó­mönn­um í dag.

Kon­ráð býst við því að menn haldi áfram að ræðast við seinnipart­inn í dag, að lok­inni jarðarför Ólaf­ar Nor­dal, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráðherra. 

Hverj­ar tel­urðu lík­urn­ar á því að samn­ing­ar ná­ist í dag?

„Ég hef ekki hug­mynd. Ég held að menn hljóti að leggja sig alla fram um að klára þetta í dag. Menn munu leggja sig fram en hvort það tekst veit ég ekki,“ seg­ir hann.

mbl.is