„Þjóðfélagið er að stórtapa á þessu“

Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst mjög mik­il­vægt að þetta sjó­manna­verk­fall leys­ist. Ég er nú skip­stjóra­dótt­ir og þekki hvað menn eru að glíma við á hafi úti. Við höf­um ein­fald­lega ekki efni á því leng­ur að mínu mati að standa í þess­um spor­um. Það er ekk­ert mjög mikið sem ber á milli og ég held að það sé bara nauðsyn­legt að það verði gert sem mögu­legt er til þess að þessi staða leys­ist.“

Þetta seg­ir Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is um stöðuna í kjara­deilu sjó­manna. Hún minn­ir á að málið snú­ist ekki aðeins um hags­muni sjó­manna held­ur einnig land­verka­fólks og þjón­ustuaðila út­gerðar­inn­ar. „Þjóðfé­lagið allt er ein­fald­lega að stór­tapa á þessu.“ Spurð hvort hún telji að verða eigi við þeirri kröfu að stjórn­völd samþykki að fæðis­pen­ing­ar sjó­manna verði skatt­frjáls­ir seg­ir Val­gerður:

„Við erum auðvitað í þeirri stöðu með stétt­ir sem þurfa að vinna fjarri heim­il­um sín­um að það er komið til móts við það fólk og mér finnst og hef­ur alltaf fund­ist það sjálf­sagður hlut­ur að það sé komið til móts við sjó­menn hvað það varðar. Þeir eru ekk­ert öðru­vísi en flug­menn eða op­in­ber­ir starfs­menn á ferðalög­um er­lend­is eða hvað það er. Þetta er mín per­sónu­lega skoðun.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina