Lagði fram málamiðlunartillögu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, lagði fram mála­miðlun­ar­til­lögu á fund­um sín­um með deiluaðilum í kjaraviðræðum sjó­manna fyrr í kvöld. Þetta herma heim­ild­ir mbl.is, en til­lög­unni mun ætlað að koma til móts við aðila deil­unn­ar.

Talið er því lík­legt að samn­inga­nefnd­ir beggja aðila fundi nú um þessa til­lögu í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara, en fund­ur þar hófst laust upp úr klukk­an tíu í kvöld, að lokn­um fund­um þeirra í sitt hvoru lagi með ráðherra í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu.

Á miðviku­dag greindi mbl.is frá því að ráðherr­ann hefði lagt fram til­lögu um að skoða fæðis- og dag­pen­inga á al­menn­um vinnu­markaði. Ekki er ljóst hvort til­lag­an, sem hún lagði fram í kvöld, er sama efn­is. Þó hef­ur verið samið um öll mál í kjara­deil­u sjó­manna og út­gerðar­inn­ar nema um eitt atriði, er varðar mögu­leg­an skatta­af­slátt af fæðis­pen­ing­um sjó­manna.

mbl.is