Forystumenn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru mættir á fund Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra í ráðuneytinu. Ekki er vitað hvert efni fundarins er en deiluaðilar hafa í dag setið og beðið eftir aðkomu stjórnvalda í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Þegar mbl.is hafði samband við deiluaðila um kvöldmatarleytið höfðu þeir ekkert heyrt í sjávarútvegsráðherra.
Jens Garðar Helgason, formaður SFS, sagði í samtali við mbl.is seint í gærkvöldi að kominn væri á samningur milli aðilanna.
Samið hefur verið um öll mál í kjaradeilu sjómanna og útgerðarinnar nema um eitt atriði, er varðar mögulegan skattaafslátt af fæðispeningum sjómanna.
„Samningur er kominn okkar á milli en út af stendur þetta atriði,“ útskýrði Jens Garðar.