Töluðu saman í trúnaði

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, seg­ir að fund­ur­inn með efna­hags- og viðskipta­nefnd og at­vinnu­vega­nefnd í morg­un hafi verið góður þar sem menn hafi talað sam­an í trúnaði.

„Ég tel miklu skipta að þing og rík­is­stjórn eigi í góðum sam­skipt­um og þess vegna reyndi ég að bregðast eins hratt við og koma á fundi. Ég fór yfir stöðuna og við erum að tala sam­an. Það eru ákveðnar hug­mynd­ir í gangi sem við erum að kasta á milli okk­ar, ég og sjó­manna­for­yst­an, en auðvitað kem­ur að ein­hverj­um skurðpunkti sem við þurf­um að meta hvenær verður,“ sagði Þor­gerður Katrín eft­ir fund­inn.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hún bætti við að margt gott hefði komið fram á fund­in­um. „Ég ætla að bíða eft­ir strák­un­um í Sjó­manna­sam­band­inu og heyra hvernig þeir eru bún­ir að fara yfir mál­in í dag. Ég á von á að heyra í þeim á eft­ir,“ sagði hún og nefndi að hún væri til­bú­in með sín­ar til­lög­ur og biði eft­ir að heyra út­list­un á því hvað sjó­menn vildu.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Spurð hvort hún væri bjart­sýn á að deil­an færi að leys­ast sagðist hún alltaf vera bjart­sýn. „Það ligg­ur ljóst fyr­ir að deil­an er búin að vera núna í níu vik­ur og við þurf­um ein­fald­lega að skoða hvaða leiðir eru fær­ar. 

Ég und­ir­strika það að ég er að reyna að leita al­mennra leiða, ekki bara að end­ur­vekja sjó­manna­afslátt­inn.“

Fjölmennt var á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun …
Fjöl­mennt var á fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is í morg­un vegna sjó­manna­verk­falls­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Óli Björn Kára­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, og Páll Magnús­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, vildu ekk­ert tjá sig um það sem fram fór á fund­in­um. Þeir tóku fram að þeir væru bundn­ir trúnaði og að málið væri á viðkvæmu stigi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra á leið á fund efnahags- og …
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra á leið á fund efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is vegna sjón­manna­verk­falls. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, VG sat einnig fund­inn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is