„Allt þarf að ganga upp“

Útil­okað er að segja til um það nú hvort ís­lensku …
Útil­okað er að segja til um það nú hvort ís­lensku fiski­skip­in ná að veiða sinn hluta af loðnu­kvót­an­um. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, kveðst ánægður með að samningar hafi tekist.

„Það er auðvitað gott að það sé komin niðurstaða. Ég veit ekki alveg hvernig samningarnir enduðu í nótt, maður á náttúrulega eftir að sjá það. En þetta eru dýrir samningar,“ segir Sigurgeir Brynjar.

Bjartsýnn á að ná loðnunni

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið jók fyrr í vik­unni loðnu­kvót­ann þannig að 196 þúsund tonn koma í hlut ís­lenskra fiski­skipa. Verðmæti heild­arkvót­ans eru áætluð 17 millj­arðar króna, sam­kvæmt mati sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

Útil­okað er að segja til um það nú hvort ís­lensku fiski­skip­in ná að veiða sinn hluta af loðnu­kvót­an­um áður en loðnan hrygn­ir og drepst. Um mánuður er til stefnu og ekki komið að hrogna­töku­tím­an­um þegar afurðirn­ar eru verðmæt­ast­ar.

Aðspurður segist Sigurgeir Brynjar þó bjartsýnn á að ná öllum loðnukvóta fyrirtækisins.

„Undir eðlilegum kringumstæðum ættum við að ná honum. En það er ekki þar með sagt að hann náist allur þegar á heildina er litið. Ég er ekki alveg viss um það. Allt þarf að ganga upp til að svo megi verða.“

mbl.is