„Allt þarf að ganga upp“

Útil­okað er að segja til um það nú hvort ís­lensku …
Útil­okað er að segja til um það nú hvort ís­lensku fiski­skip­in ná að veiða sinn hluta af loðnu­kvót­an­um. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, kveðst ánægður með að samn­ing­ar hafi tek­ist.

„Það er auðvitað gott að það sé kom­in niðurstaða. Ég veit ekki al­veg hvernig samn­ing­arn­ir enduðu í nótt, maður á nátt­úru­lega eft­ir að sjá það. En þetta eru dýr­ir samn­ing­ar,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar.

Bjart­sýnn á að ná loðnunni

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið jók fyrr í vik­unni loðnu­kvót­ann þannig að 196 þúsund tonn koma í hlut ís­lenskra fiski­skipa. Verðmæti heild­arkvót­ans eru áætluð 17 millj­arðar króna, sam­kvæmt mati sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

Útil­okað er að segja til um það nú hvort ís­lensku fiski­skip­in ná að veiða sinn hluta af loðnu­kvót­an­um áður en loðnan hrygn­ir og drepst. Um mánuður er til stefnu og ekki komið að hrogna­töku­tím­an­um þegar afurðirn­ar eru verðmæt­ast­ar.

Aðspurður seg­ist Sig­ur­geir Brynj­ar þó bjart­sýnn á að ná öll­um loðnu­kvóta fyr­ir­tæk­is­ins.

„Und­ir eðli­leg­um kring­um­stæðum ætt­um við að ná hon­um. En það er ekki þar með sagt að hann ná­ist all­ur þegar á heild­ina er litið. Ég er ekki al­veg viss um það. Allt þarf að ganga upp til að svo megi verða.“

mbl.is