„Eitt stórt takk og húrra“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Með kjara­samn­ing­um sjó­manna og út­gerða er verið að koma í veg fyr­ir var­an­legt tjón í grein­inni og fyr­ir þjóðarbúið og tryggja at­vinnu bæði þeirra sem deildu og þeirra sem vinna í af­leidd­um störf­um eins og fisk­vinnslu. „Samn­ingsaðilar stóðu sig eins og hetj­ur,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í sam­tali við mbl.is.

Í nótt und­ir­rituðu sjó­menn og vél­stjór­ar samn­ing við út­gerðar­menn. Sjó­menn munu kjósa um samn­ing­inn um helg­ina og vél­stjór­ar fram á næstu helgi og kem­ur þá í ljós hvort verk­falli verði að fullu af­stýrt.

„Mér líst ótrú­lega vel á þetta. Samn­ingsaðilar risu und­ir traust­inu sem ég alla tíð bar til þeirra,“ seg­ir Þor­gerður og bæt­ir við að lok verk­falls séu gríðarlega dýr­mæt fyr­ir grein­ina og ekki síður fyr­ir kjaraviðræður sem séu fram und­an og sendi þau skila­boð til deiluaðila að það sé þeirra að klára samn­inga án aðkomu rík­is­ins.

Þor­gerður seg­ist hafa trú á því að mest­all­ur eða all­ur loðnu­kvót­inn veiðist á næstu vik­um verði samn­ing­ur­inn staðfest­ur. „Síðustu dag­ar eru bún­ir að vera dýr­ir fyr­ir þjóðarbúið,“ seg­ir hún og bæt­ir við að frétt­ir næt­ur­inn­ar séu stór­kost­leg­ar frétt­ir fyr­ir alla aðila.

„Nú mun upp­bygg­ing­ar­starf hefjast að nýju,“ seg­ir hún og vís­ar þar til þess að ein­hver viðskipta­sam­bönd kunni að hafa slitnað og vinna þurfi að því að byggja upp markaðsstarf að nýju er­lend­is. „Það sem hjálp­ar okk­ur er gott hrá­efni og vönt­un á fiski og ára­löng reynsla við að markaðssetja fisk­inn,“ seg­ir Þor­gerður aft­ur á móti um verk­efnið fram und­an.

„Eitt stórt takk og húrra fyr­ir samn­ingsaðilum,“ seg­ir Þor­gerður að lok­um, enda aug­ljós­lega mjög ánægð með bæði út­gerðir og sjó­menn. „Þeir eiga mikið lof skilið.“

mbl.is