Flotinn haldi til veiða á sunnudag

Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins, með kjarasamninginn í höndunum.
Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins, með kjarasamninginn í höndunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því að skipa­floti lands­ins geti haldið á sjó á sunnu­dags­kvöld að sögn Kon­ráðs Al­freðsson­ar, vara­for­manns Sjó­manna­sam­bands­ins, en samn­ing­ar tók­ust í kjara­deilu sjó­manna um klukk­an hálfþrjú í nótt. Skatta­afslátt­ur á fæðis­pen­ing­um sjó­manna er ekki hluti af samn­ingn­um.

Samn­ing­ur­inn fer nú í kynn­ingu hjá fé­lags­mönn­um sjó­manna­sam­bands­ins og svo í at­kvæðagreiðslu í fram­hald­inu. Seg­ir Kon­ráð að niður­stöður úr at­kvæðagreiðslunni muni liggja fyr­ir eigi síðar en á sunnu­dags­kvöld.

Hann seg­ir það lík­legt að samn­ing­ur­inn verði samþykkt­ur en sjó­menn hafa fellt samn­inga tví­veg­is. Seg­ir Kon­ráð samn­ing­inn betri núna en í fyrri skipti.

Líkt og fram kom í frétt mbl.is fyrr í kvöld bygg­ir samn­ing­ur­inn ekki á mála­miðlun­ar­til­lögu Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sem hún lagði fram í kvöld. Seg­ir Kon­ráð að skatta­afslátt­ur á fæðis­pen­ing­um sjó­manna sé ekki hluti af samn­ingn­um en sjó­mönn­um hugnaðist ekki heild­ar­til­laga sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sem inni­hélt skatta­afslátt­inn.

Spurður hvort hann sé ósátt­ur með aðkomu ráðherra að kjara­deil­unni kveðst hann ánægður með að ráðherr­ann hafi end­ur­skoðað af­stöðu sína í mál­inu, en til­lög­urn­ar hafi hins veg­ar ekki verið full­nægj­andi.

mbl.is