Kynna sjómönnum samninginn

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, …
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness boðar til kynningarfundar á nýgerðum kjarasamningi sjómanna klukkan 17:00 í dag.

Eins og áður hefur komið fram náðust samningar í kjaradeildu sjómanna á þriðja tímanum í nótt en þá hafði samn­inga­fund­ur sjó­manna og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi staðið yfir í nokkra klukkutíma í Karphúsi.

Kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness að á fundinum muni formaður félagsins, Vilhjálmur Birgisson, kynna samninginn fyrir félagsmönnum.

Kon­ráð Al­freðsson, vara­for­maður Sjó­manna­sam­bands­ins, sagði við mbl.is í nótt eftir að samningurinn var undirritaður að stefnt væri að því að skipa­floti lands­ins geti haldið á sjó á sunnu­dags­kvöld.

Samn­ing­ur­inn fer nú í kynn­ingu hjá fé­lags­mönn­um Sjó­manna­sam­bands­ins og svo í at­kvæðagreiðslu í fram­hald­inu. Seg­ir Kon­ráð að niður­stöður úr at­kvæðagreiðslunni muni liggja fyr­ir eigi síðar en á sunnu­dags­kvöld.

mbl.is