Lagasetning vofði yfir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, tekur í hönd eins nefndarmanns …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, tekur í hönd eins nefndarmanns í samninganefnd sjómanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjó­manna­samn­ing­ur­inn sem var und­ir­ritaður í Karp­hús­inu í kvöld er gríðarleg viðbót við samn­ing­inn sem var felld­ur um jól­in. Ákvæði tengt fæðismál­um sjó­manna varð til þess að deiluaðilar náðu sam­an á þriðja tím­an­um í nótt en í samn­ingn­um er einnig að finna veg­lega ein­greiðslu til sjó­manna.

Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir það afar ánægju­legt að samn­ing­ur hafi tek­ist milli deiluaðila og ekki hafi komið til laga­setn­ing­ar. „Það er mik­il­vægt að við náðum samn­ingi því við þurft­um að eyða þessu sam­bandi sem hef­ur verið síðustu ár og ára­tugi þar sem kjara­bar­átta sjó­manna hef­ur meira og minna alltaf endað í lög­um,“ seg­ir Jens.

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Samið í nótt eða laga­setn­ing á morg­un

Hann seg­ir að þegar ljóst hafi orðið að stjórn­völd kæmu ekki að lausn deil­unn­ar með breyt­ingu á skatt­kerf­inu, sem miðaði að því að fæðis­pen­ing­ar sjó­manna yrðu skatt­frjáls­ir og væri deiluaðilum þókn­an­leg, hafi menn áttað sig á því að annaðhvort yrðu deiluaðilar að setj­ast niður og reyna að semja „eða menn löbbuðu hér út. Þá fannst mönn­um að það væri í loft­inu að á yrðu sett lög,“ seg­ir Jens.

Spurður hvort Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hafi sett deiluaðilum afar­kosti á fundi með þeim í gær­kvöldi seg­ir Jens enga afar­kosti hafa verið setta deiluaðilum. Hann seg­ir það hins veg­ar hafa verið rætt. „Auðvitað ræddu menn laga­setn­ingu. Bæði við og sjó­menn skynjuðum einnig að laga­setn­ing væri í far­vatn­inu,“ seg­ir hann. „Menn skynjuðu það mjög sterkt að yf­ir­völd væru að missa þol­in­mæðina fyr­ir því að við næðum sam­an.“

Frá undirritun samningsins í kvöld.
Frá und­ir­rit­un samn­ings­ins í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í upp­hafi vik­unn­ar ákvað sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið að stór­auka loðnu­kvót­ann. Tím­inn til veiða á loðnunni er knapp­ur ætli sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að veiða áður en loðnan hrygn­ir og drepst. Spurður hvort loðnan haft áhrif á lausn deil­unn­ar seg­ir Jens loðnu­kvót­ann ein­an og sér ekki hafa haft stór­kost­leg áhrif. „En hefði gert það eft­ir helgi,“ seg­ir Jens. Hann seg­ir að miðað við hversu stutt­ur tími sé eft­ir af loðnu­vertíðinni hefði það pressað á deiluaðila eft­ir helg­ina. „Frá og með mánu­degi má áætla að ekki tæk­ist að veiða 20 til 30 þúsund tonn á dag,“ seg­ir Jens.

Deiluaðilum var létt þegar samningar náðust um klukkan hálfþrjú í …
Deiluaðilum var létt þegar samn­ing­ar náðust um klukk­an hálfþrjú í nótt. Laga­setn­ing á verk­fallið var yf­ir­vof­andi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann seg­ir bar­áttu sjó­manna fyr­ir skatt­frjáls­um fæðis­pen­ing­um ekki lokið þrátt fyr­ir að samn­ing­ar hafi tek­ist í kvöld. Býst hann við því að sjó­menn haldi þeirri bar­áttu áfram og seg­ir hann sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki standa með sjó­mönn­um í þeirri bar­áttu sinni að fá sömu kjör og sam­bæri­leg­ar stétt­ir hafa við fjar­veru að heim­an.

mbl.is