Næturfundur í sjómannadeilunni

Jens Garðar Helgason, formaður SFS, ræðir við Guðmund Ragnarsson, formann …
Jens Garðar Helgason, formaður SFS, ræðir við Guðmund Ragnarsson, formann VM, í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fund­ur stend­ur enn yfir milli sjó­manna og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hjá rík­is­sátta­semj­ara en fund­ur­inn hófst rétt eft­ir klukk­an tíu í kvöld, eða strax eft­ir að full­trú­ar sjó­manna komu út af fundi Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, þar sem hún lagði fram mála­miðlun­ar­til­lögu í deil­unni.

Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir rík­is­sátta­semj­ari vildi ekki tjá sig um fram­hald viðræðnanna inn í nótt­ina eða um til­lögu Þor­gerðar Katrín­ar. Um tutt­ugu full­trú­ar sjó­manna í samn­inga­nefnd Sjó­manna­sam­bands­ins og nokkr­ir full­trú­ar VM, Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, sitja fund­ina hjá rík­is­sátta­semj­ara sem og samn­inga­nefnd SFS og starfs­menn sam­tak­anna.

Deiluaðilar hafa lítið viljað tjá sig um gang viðræðna að öðru leyti en að út­lit sé fyr­ir að reynt verði að semja inn í nótt­ina.

Verk­fall sjó­manna hef­ur staðið yfir í rúm­lega tvo mánuði og er lagt mikið kapp á að leysa verk­falls­hnút­inn sem fyrst til þess að ís­lensku fiski­skip­in nái að veiða sinn hluta af loðnu­kvót­an­um áður en loðnan hrygn­ir og drepst en loðnu­kvót­inn var stór­auk­inn fyrr í vik­unni.

mbl.is