Nýi samningurinn í heild sinni

Samninganefndir SFS og VM undirrita samninginn.
Samninganefndir SFS og VM undirrita samninginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útgerðir munu sam­kvæmt nýj­um kjara­samn­ingi sem und­ir­ritaður var við VM, fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna, láta skip­verj­um fullt fæði í té end­ur­gjalds­laust. Þá skulu vél­stjór­ar sem vinna um borð í skipi í inni­ver­um og heima­höfn hafa aðgang að mat. Þá fá skip­verj­ar sér­staka kaup­skrárupp­bót upp á 300 þúsund ekki síðar en í lok apríl verði samn­ing­ur­inn samþykkt­ur. Þetta má sjá í samn­ingi sem VM hef­ur birt á vefsíðu sinni.

Meðal annarra atriða sem samið var um var að út­gerðir skulu láta skip­verj­um í té nauðsyn­leg­an ör­ygg­is- og hlífðarfatnað og þá var olíu­verðsviðmiði breytt. Einnig skal út­gerð tryggja að skip­verj­ar geti átt í fjar­skipt­um utan þjón­ustu­svæða síma­fyr­ir­tækja, meðan á veiðiferð stend­ur, við fjöl­skyldu sína.

Hægt er að sjá aðrar breyt­ing­ar í samn­ingn­um sem hægt er að nálg­ast hér að neðan.

mbl.is