Nýi samningurinn í heild sinni

Samninganefndir SFS og VM undirrita samninginn.
Samninganefndir SFS og VM undirrita samninginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útgerðir munu samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var við VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, láta skipverjum fullt fæði í té endurgjaldslaust. Þá skulu vélstjórar sem vinna um borð í skipi í inniverum og heimahöfn hafa aðgang að mat. Þá fá skipverjar sérstaka kaupskráruppbót upp á 300 þúsund ekki síðar en í lok apríl verði samningurinn samþykktur. Þetta má sjá í samningi sem VM hefur birt á vefsíðu sinni.

Meðal annarra atriða sem samið var um var að útgerðir skulu láta skipverjum í té nauðsynlegan öryggis- og hlífðarfatnað og þá var olíuverðsviðmiði breytt. Einnig skal útgerð tryggja að skipverjar geti átt í fjarskiptum utan þjónustusvæða símafyrirtækja, meðan á veiðiferð stendur, við fjölskyldu sína.

Hægt er að sjá aðrar breytingar í samningnum sem hægt er að nálgast hér að neðan.

mbl.is