„Væri glapræði að fella þetta“

Samingaviðræður í Karphúsinu í nótt. Konráð fremstur í flokki.
Samingaviðræður í Karphúsinu í nótt. Konráð fremstur í flokki. mbl.is/Eggert

„Mér finnst hafa tek­ist vel til. Auðvitað er það alltaf þannig í samn­ing­um, að menn fara mis­ánægðir frá borði,“ seg­ir Kon­ráð Þor­steinn Al­freðsson, vara­formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, um þá samn­inga sem tók­ust milli aðila í kjara­deilu sjó­manna í nótt.

„En það náðist sam­komu­lag án aðkomu þriðja aðila, það er fagnaðarefni. Við mæl­um hik­laust með því að menn samþykki þenn­an samn­ing, því okk­ur finnst hann góður.“

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Kon­ráð að erfitt sé að greina frá því í stuttu máli hvaða atriði í þess­um samn­ingi séu frá­brugðin inni­haldi þeirra tveggja samn­inga sem áður hafa verið felld­ir.

Fella „þetta djöf­uls­ins drasl“

„Það komu inn ný atriði, í þenn­an kjara­samn­ing, og ég er núna að und­ir­búa kynn­ingu á þeim. Maður er í vand­ræðum með hversu djúpt maður á að fara í þetta áður en þetta er kynnt fyr­ir sjó­mönn­um. Menn túlka það sem skrifað er svo mis­jafn­lega.“

Seg­ist hann til dæm­is hafa brugðið sér inn á einn af Face­book-hóp­um sjó­manna fyrr í dag.

„Þar sner­ist umræðan bara um að fella „þetta djöf­uls­ins drasl“. Sum­ir virðast ekki kynna sér neitt held­ur túlka hlut­ina út og suður, ein­blína kannski á eitt atriði og segja „fell­um þetta“. Þetta er viðhorf sem er öm­ur­legt, en vegna þessa vil ég kynna mönn­um þetta beint og milliliðalaust, en ekki segja of mikið þangað til.“

Ofboðslega margt í húfi

Kon­ráð keyrði aft­ur norður í nótt, eft­ir að samn­ing­ar tók­ust, og mun kynna helstu atriði samn­ings­ins í menn­ing­ar­hús­inu Hofi á Ak­ur­eyri klukk­an fimm á eft­ir.

Spurður að lok­um, hvort hann telji lík­legt að samn­ing­ur­inn verði samþykkt­ur í at­kvæðagreiðslu sjó­manna á morg­un, seg­ist Kon­ráð vongóður.

„Það væri að okk­ar mati glapræði að fella þetta. Það er svo ofboðslega margt í húfi.“

mbl.is