„Verðum að ganga sáttir frá borði“

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

VM, fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna, mun í dag og á morg­un und­ir­búa kynn­ingu á ný­und­ir­rituðum samn­ingi sjó­manna og út­gerðarmanna fyr­ir fé­lags­menn sína. Guðmund­ur Ragn­ars­son, formaður VM, seg­ir í sam­tali við mbl.is að samn­ing­ur­inn verði vænt­an­lega birt­ur á vefsíðu fé­lags­ins fljót­lega.

Sjó­manna­sam­bönd­in hafa til­kynnt að at­kvæðagreiðsla um samn­ing­ana muni hefjast strax í dag og að niðurstaða muni liggja fyr­ir klukk­an 20 á morg­un. Guðmund­ur seg­ir að þetta sé aðeins öðru­vísi fyr­ir lands­sam­tök eins og VM og að fé­lagið muni setja upp ra­f­ræna kosn­ingu um helg­ina sem muni ljúka næsta laug­ar­dag.

Fram að því hef­ur verk­banni auðvitað verið frestað og munu vél­stjór­ar halda til sjós um eða strax eft­ir helgi.

Guðmund­ur seg­ir að það sé auðvitað eðli vinn­unn­ar að vera aldrei ánægður með kjara­samn­inga. Sumt hafi þurft að gefa eft­ir á meðan annað hafi áunn­ist. „En ég held að eft­ir allt sem hef­ur gengi á, 10 vikna verk­fall, þá verðum við að ganga sátt­ir frá borði. Það verður ekki sagt að ekki hafi verið reynt,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann seg­ir að nú verði sjó­menn og vél­stjór­ar að leggja raun­sætt mat á samn­ing­ana, enda ljóst að ekki hafi verið hægt að kom­ast lengra. Spurður hvort ein­hver sér­stök atriði hafi staðið út af seg­ir hann að svo sé alltaf og það séu alls kon­ar hug­tök sem menn hafi velt upp í umræðunni eins og ný­smíðaálag og annað sem ekki hafi náðst full sátt um.

Á heild­ina litið er hann þó bjart­sýnn. „Ég fer svell­kald­ur að tala fyr­ir þess­um samn­ingi,“ seg­ir hann og bæt­ir við að nú verði farið í að und­ir­búa kynn­ingu og kosn­ingasíðu. Þrátt fyr­ir að verk­fallið hafi haft mik­il áhrif á vertíðina seg­ist Guðmund­ur bjart­sýnn á að hægt verði að ná öll­um loðnu­kvót­an­um í ár.

mbl.is