VM fylgdi á eftir sjómönnum

Samninganefndir SFS og VM undirrita samninginn.
Samninganefndir SFS og VM undirrita samninginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, undirritaði í nótt samninga við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. VM tók þátt í kjaraviðræðum sjómannahreyfingarinnar og SFS, en samningarnir eru þó ekki þeir sömu hjá VM og Sjómannasambandinu.

Glatt var á hjalla eftir að samningar tókust. Gunnþór Ingvason, …
Glatt var á hjalla eftir að samningar tókust. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, og Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, stilltu sér upp fyrir myndatöku.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, og aðrir úr samninganefnd VM undirrituðu samningana fljótlega eftir að SFS og Sjómannasambandið höfðu lokið undirritun samninganna þeirra á milli.

Menn skáluðu í stað þess að borða vöfflur í Karphúsinu …
Menn skáluðu í stað þess að borða vöfflur í Karphúsinu í nótt. Kjaraviðræður hafa staðið yfir síðan í október en verkfallið hefur verið í rúmlega tvo mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar VM hafði samþykkt samningana hellti Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, í glös og skálaði mannskapurinn fyrir nýjum samningum en engar vöfflur voru bakaðar í Karphúsinu enda langt liðið á nóttina og löng helgi fram undan hjá sjómönnum við kynningar á nýundirrituðum samningum.

Gunnlaugur Ragnarsson, formaður VM.
Gunnlaugur Ragnarsson, formaður VM. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is