10 til 15 skip þegar farin á miðin

Skipverjar á Saxhamri SH frá Rifi voru ekki lengi að …
Skipverjar á Saxhamri SH frá Rifi voru ekki lengi að drífa síg á sjó þegar samningar tókust milli sjómanna og SFS nú í kvöld. Mynd/Alfons Finnsson

Strax og ljóst var hver niðurstaða at­kvæðagreiðslu sjó­manna um nýj­an kjara­samn­ing var nú í kvöld hófu fiski­skip að halda úr höfn víðs veg­ar um landið. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá til­kynn­ing­ar­skyld­unni hjá Land­helg­is­gæsl­unni hafa þegar 10-15 skip til­kynnt sig inn á leið á miðin.

Aðeins 3-4 vik­ur eru eft­ir af loðnu­tíma­bil­inu og er mest áhersla lögð á að ná henni upp áður en það verður of seint. Loðnu­kvót­inn var ný­lega hækkaður upp í 196 þúsund tonn og er mest­allt óveitt af þeim kvóta. Því er um gríðarlega mikla hags­muni að ræða.

Ásbjörn RE-50 var gerður tilbúinn til að halda úr höfn …
Ásbjörn RE-50 var gerður til­bú­inn til að halda úr höfn í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þegar frétta­rit­ari mbl.is hitti á skip­verja á Saxhamri á Rifi sagði hann að ekki væri stefnt á að fara langt á haf út í þetta skiptið, þar sem smá­bát­ar hafi und­an­farið verið að moka upp fiski á Breiðafirði.

Allt tilbúið til að halda úr höfn um borð í …
Allt til­búið til að halda úr höfn um borð í Ásbirni RE-50. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina