„Afskaplega feginn“

Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins, í Karphúsinu ásamt öðrum úr samninganefnd …
Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins, í Karphúsinu ásamt öðrum úr samninganefnd sjómanna. mbl.is/Eggert

Kon­ráð Þor­steinn Al­freðsson, vara­formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, seg­ist ánægður með að sjó­menn hafi samþykkt nýj­an kjara­samn­ing.

„Ég er af­skap­lega feg­inn. Ég vil bara segja það. Ég tel að sjó­menn hafi tekið skyn­sam­lega af­stöðu til samn­ings­ins. En auðvitað var þetta tæpt, því miður var það þannig að við feng­um ekki af­ger­andi úr­slit, ef svo má segja,“ seg­ir Kon­ráð í sam­tali við mbl.is.

„En þetta er fagnaðarefni.“

Spurður hvað hann telji valda því, að svo mjótt sé á mun­um sem raun ber vitni, en aðeins 52,4% greiddra at­kvæða féllu með samn­ingn­um, nefn­ir hann sam­fé­lags­miðil­inn Face­book.

„Ég held, því miður, að Face­book sé stór þátt­tak­andi í þessu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að menn séu ein­fald­lega mis­vel upp­lýst­ir um efni samn­ings­ins.

„Til dæm­is, á síðunni „Sjó­menn á Íslandi“, þar var meiri­hlut­inn vit­leysa, af því sem þar kom fram. Þessu trúa menn, það er bara þannig, því miður. Sér­stak­lega ungu menn­irn­ir, sem þekkja kannski ekki kjara­samn­ing­inn út í eitt. Eðli­lega verða þeir fyr­ir áhrif­um af þessu.“

mbl.is