Atkvæðagreiðslu sjómanna að ljúka

Margrét EA-710 gerð klár til veiða á Akureyri í dag.
Margrét EA-710 gerð klár til veiða á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

At­kvæðagreiðslu sjó­manna um kjara­samn­ing, sem samn­inga­nefnd­ir þeirra og SFS náðu sam­an um aðfaranótt laug­ar­dags, lýk­ur víða nú síðdeg­is.

Sem dæmi um þetta gátu sjó­menn inn­an stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar kosið til klukk­an 15 í dag en eft­ir það geta þeir, sem komu því ekki við að kjósa á aug­lýst­um tíma, haft sam­band við formann fé­lags­ins. Sá mögu­leiki býðst þeim til klukk­an 17.

Fé­lagið Bár­an á Sel­fossi efndi til kynn­ing­ar­fund­ar klukk­an 14 í dag og verður at­kvæðagreiðsla um samn­ing­inn í lok fund­ar.

Enn hægt að kjósa í Reykja­vík

Sums staðar er kosn­ingu þó lokið, til dæm­is hjá VerkVest á Vest­fjörðum, þar sem kjör­fund­ur stóð yfir frá klukk­an 10 til 12 í morg­un.

Enn er hægt að kjósa í Reykja­vík frá klukk­an 13 til 18, hjá Sjó­manna­fé­lagi Íslands í Skip­holti 50d, og hjá Efl­ingu í Guðrún­ar­túni 1 frá klukk­an 14 til 17.

Hjá Verka­lýðsfé­lagi Akra­ness var kosið um samn­ing­inn á sér­stök­um kynn­ing­ar­fundi sem hald­inn var klukk­an 17 í gær og sömu sögu má segja um Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar.

Kjör­fundi er lokið hjá Sam­stöðu á Blönduósi, en hon­um lauk klukk­an 14 í dag.

Flogið með at­kvæðin eða talið hjá sýslu­mönn­um

Flogið verður með at­kvæði sjó­manna frá sum­um stöðum á lands­byggðinni til Reykja­vík­ur, en ann­ars staðar verða sýslu­menn eða lög­regl­an feng­in til að telja.

Ljóst er að út­gerðarfé­lög eru vongóð um að sjó­menn samþykki samn­ing­inn, en skip­um hef­ur til dæm­is verið siglt aust­ur á firði og áhafn­ir þeirra verða send­ar þangað með flugi fari svo að samn­ing­arn­ir verði samþykkt­ir, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Þá náðist mynd­in hér að ofan á Ak­ur­eyri í morg­un, þegar verið var að gera Mar­gréti EA-710 klára til veiða.

mbl.is