Halda úr höfn í kvöld

Drangavík VE-80 frá Vestmannaeyjum er meðal skipa Vinnslustöðvarinnar.
Drangavík VE-80 frá Vestmannaeyjum er meðal skipa Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Ómar

Þau skip sem verða til­bú­in til að halda á veiðar hjá Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um munu halda úr höfn í kvöld. Þetta seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is eft­ir að ljóst varð að sjó­menn hefðu samþykkt nýj­an kjara­samn­ing.

Hann seg­ir að í dag hafi verið sprett­ur við bryggj­urn­ar og menn hafi verið áhuga­sam­ir að kom­ast á sjó. Þó beri niðurstaðan með sér að stór hluti hafi verið á móti samn­ingn­um, en 52,4% samþykktu samn­ing­inn og 46,9% greiddu at­kvæði gegn hon­um. „Það er greini­leg óánægja og það þarf að skoða bet­ur,“ seg­ir Sig­ur­geir og bend­ir á að í samn­ingn­um sé ákvæði um að fara í heild­ar­skoðun á skipta­álag­inu og það þurfi að hefja þá vinnu strax.

Núna skipt­ir mestu að koma upp­sjáv­ar­skip­un­um á loðnu­veiðar að sögn Sig­ur­geirs, en aðeins 3-4 vik­ur eru eft­ir af loðnu­tíma­bil­inu og var kvót­inn hækkaður upp í 186 þúsund tonn í síðustu viku. Mest­an hluta þess kvóta á enn eft­ir að veiða og því gríðarlega mikl­ir fjár­mun­ir í húfi sem hef­ur sett svip sinn á verk­fallið.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Þor­vald­ur Örn Krist­munds­son

Fjöl­marg­ir skip­verj­ar eru að sögn Sig­ur­geirs til­bún­ir til að fara á sjó og komu jafn­vel til Vest­manna­eyja úr landi áður en niðurstaðan lá ljós fyr­ir. „Það vissu all­ir að það gat brugðið til beggja vona,“ seg­ir Sig­ur­geir.

„Þetta var voðal­ega tæpt, en gott að það sé kom­inn samn­ing­ur,“ seg­ir hann og bæt­ir við að að öðrum kosti hefðu vænt­an­lega verið sett lög á verk­fallið þó að hann gæti ekk­ert full­yrt um það.

mbl.is